24.3.2021 | 20:14
Sjálfhverfa leikskólakennara...allavega sumra
Söngurinn hafinn. Leikskólakennurum fórnað fyrir hagsmuni foreldra segir einn á síðu sem ég er aðili að. Sjálfhverfa. Hagsmunir samfélagsins eru í húfi. Sérstaklega þeirra stétta sem leggja líf og limi að veði þegar þeir vinna við kóvíd- smitaða einstaklinga. Þær stéttir hafa ekki val. Skulu mæta til vinnu. Engri stofnun sem þeir vinna á er lokað. Foreldrar sem vinna þessi veigamiklu störf, s.s. sjúkraflutningamenn, lögregla, sjúkraliðar, læknar, náttúrufræðingar, lífeindafræðingar og hjúkrunarfræðingar svo fáir séu nefndir, þurfa að koma börnum í gæslu. Nógu erfitt verður að koma börnin fyrir sem eru í 1.-4.bekk svo leikskólabörnin bætist ekki við.
Skólum á að halda opnum eins lengi og mögulegt er.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.