Ósmekkleg færsla kennara

Vegna umræðu um lestrarvanda drengja birtast víða umræður. Það aumkunarverðasta sem ég hef séð er við þessa frétta. Færslan birtist í hópi sem telur 2.500 kennara á öllum skólastigum. Kennarinn segir: 

,,Finnst fólki ekkert undarlegt að bera saman lestrargetu í einkaskóla, þar sem fólk borgar um 20 þúsund krónur á mánuði í skólagjöld, og lestur barna í almennum skóla þar sem börn frá öllum stigum þjóðfélagsins stunda nám? Væntanlega eru þeir foreldrar sem eru að greiða yfir 200 þúsund krónur í skólagjöld á ári fyrir hvert barn almennt vel stæðir, sérlega áhugasamir um menntun barnanna sinna og yfirleitt innfæddir. Að bera þennan sérvalda hóp saman við allan þorra almennings er út í hött. Svo finnst mér skrýtið hvað strákar standa sig miklu betur en stelpur í þessum skóla. Er áherslan þá öll á strákana, eða hver er skýringin?"

Hversu lágt getur skólafólk lagst, spyr nú bara.

 


mbl.is Drengjum hjá Hjallastefnunni gengur vel í lestri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Sigurjónsson

Þetta er nokkuð undarleg skrif hjá ónefndum. Því það er ekki verið að bera saman einkaskóla og opinberan skóla, það er verið að bera saman stúlkur og drengi. Það þarf ekkert að koma á óvart að einkaskólar sem hafa rýmri tekjur (ef þeir hafa það ?) hafi möguleika á að sinna börnunum betur. Það sem aftur á móti væri athyglisvert að skoða er hvort kynjamunurinn sé minni í einkaskóla en opinberum skólum. Hjallastefnan hefur aðgreint kynin og það er alveg möguleiki að þar sé þörfum hvors kyns sinnt betur og drengir fá viðfangsefni sem hentar þeim betur, það kæmi mér ekki á óvart. Þetta er eitt af því sem mætti skoða. Það hefur gjarnan einkennt ríkisstofnanir að þar gildir bara eina sanna ríkisstefnan.   Einkaskólar eiga auðveldrar með að tileinka sér nýjungar eins og þær sem Hermundur hefur kynnt.

Kristinn Sigurjónsson, 22.2.2021 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband