Neyð vegna andlegra veikinda

Sorglegt að lesa hvernig tekið var á móti konunni, sjá neðar. Synd að enginn læknir, hjúkrunarfræðingur eða sjúkraliði hafi ekki getað rætt við hana þegar hún leitar hjálpar. Stundum er það svo að nærvera og hlustun getur bjargað í stuttan tíma, þar til sérhæfðari hjálp berst. Mér finnst nauðsynlegt að kenna og þjálfa aðrar heilbrigðisstéttir til að geta tekið á svona vanda, upp að vissu marki.
Greinarhöfundur nefnir fjöldann sem hefur og stundar nám í sálfræði. Rétt, en galli á gjöf Njarðar of fáir nema klínísku sálfræðina sem sérnám. Til að öðlast réttindi sem sálfræðingur þarf meistaranám sem er sérnám. Íþróttasálfræði er vinsæl enda gefur hún meira í hönd en sálfræðistarf hjá ríki og bæ. Auglýsingasálfræði er líka vinsæl sérmenntun, gefur betur af sér.
Með fjölgun kvenna í sálfræði getur sá vandi skapast eftir einhver ár að það verða eingöngu konur sem eru klínískir sálfræðingar, myndin birtist okkur nú þegar. Vandi verður fyrir þá karlmenn sem vilja sálfræðing af eigin kyni að finna þá á komandi árum. Sama lentu konur í þegar kvensjúkdómalæknar voru karlar, mörgum konum finnst betra að leita til konu þegar skoða þarf þau málefni. Fleiri karlar en konur eru geðlæknar og þá lenda konur í sama vanda vilji þær frekar ræða við eigið kyn. Valið er ekki til staðar, sem væri gott.
 
Íris Hólm Jónsdóttir setur á snjáldursíðu sína:
,,Í fyrrinótt þurfti ég að leita á bráðamóttöku í Fossvogi vegna andlegra veikinda.
Ég leitaði þangað vegna þess að bráðamóttaka geðsviðs var lokuð.
Ég fékk að tala við deildarlækni sem tjáði mér það að enginn geðlæknir væri á svæðinu né sálfræðingur. Semsagt, enginn sérfræðingur þegar kemur að andlegri heilsu.
Ég var spurð hvort ég treysti mér til þess að fara heim og mæta aftur á morgun á bráðamóttöku geðsviðs eða hvort ég vildi vera hjá þeim þangað til.
Valið var nú ekki mikið þar sem það að vera hjá þeim þýddi að bíða á kaldri biðstofu.
Bráðamóttaka geðsviðs er opin á virkum dögum frá 12 á hádegi til 19:00.
Það eru 7 klst á dag."
Þetta er brot af lengri pistli sem deilt var snjáldursíðum fólks.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband