Börn sem tilraunadýr

Nú hefur lögfræðingur kært Barnaverndarnefnd. Rétt staðið að málum ef satt reynist. Hins vegar, alveg burtséð frá því máli þá finnst mér börn þurfi oft á tíðum að vera tilraunadýr fyrir foreldri sem hefur farið út af sporinu í of langan tíma. Notuð sem agn í bataferli. Foreldri virðist fá endalausan frest, sé með augum leikmanns, til að bæta sig á meðan barn eða börnin búa á heimilinu. Slíkt skemmir börn og því þarf að finna úrræði fyrir þau á meðan foreldri nær áttum. Börn hafa komið fram og lýst skelfilegum aðstæðum. Best er ef foreldrar búa ekki saman að hitt foreldrið taki börnin, sé það í stakk búið til þess.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband