Karlmennskan.is

Það er verulega upplífgandi, að æska Íslands sé nú að leggja orð í belg um skólakerfi, sem er komið að fótum fram á flesta lund. Það er sömuleiðis ánægjulegt, að góðir kennarar séu tilbúnir til að leggja gjörva á plóg til að umbylta jarðveginum. Þessi grein ber vott um, að drengir séu að hrista af sér slenið og andmæla kvenfrelsurunum.
Hér skrifa tveir vaskir piltar og andmæla Þorsteini Einarssyni, aðalkynfræðingi Vinstri-grænna, sem var falið það hlutverk af Jafnréttissjóði að fræða ungviðið um karlmennsku. Sjálfur er hann yfirlýstur kvenfrelsari, enda er trúboð hans: „Karlar og karlmennska í femínísku ljósi.“ Svo segir á heimasíðu hans. Þess má geta, að til Jafnréttissjóðs stofnuðu allir flokkar Alþingis á sínum tíma til að fagna áfanga í kvenfrelsun. Katrín, formaður Þorsteins, og kvenfrelsunarmóðir okkar allra - og forsætisráðherra - taldi stofnun sjóðsins sérstakt samkomulagsafrek flokka á Alþingi. Sjóðsveitingar – án nokkurrar eftirfylgni um árangur – hafa undantekningarlítið fjármagnað hin og þessi verkefni, er lúta að kvenfrelsun, kveneymd og kveneflingu.
 
Þá að greininni. Höfundar bregðast við eftirfarandi texta: „Undanfarnar vikur og mánuði hefur mikið verið rætt um það hvernig drengir koma út í ýmsum samanburðarkönnunum í skólakerfinu. Talað um að þeir kunni ekki að lesa sér til gagns, falli úr námi, jafnvel að skólakerfið sé ekki hannað fyrir þá og að það þurfi fleiri karlkynskennara.
Flest skólafólk brennur fyrir góða menntun fyrir nemendur sína og taka vafalaust undir það að það er ekki gott að drengir finni sig illa í námi. Hins vegar er vont þegar umræðan og orðræðan fellur í hefðbundnar gryfjur drengjaorðræðunnar án samhengis við þann veruleika sem við búum við. Það er vont þegar „hrapað er að niðurstöðum“ eins og Þorgerður Einarsdóttir prófessor í kynjafræði benti á.
 
Rannsóknir hafa varpað ljósi á að stelpum líður verr en strákum, strákar fá 75-80% athygli kennara, ekki er orsakatengsl milli kyns kennara og námsárangurs hjá strákum og þegar meirihluti kennara voru karlkyns voru stúlkur samt með hærri einkunnir en strákar. Þetta kom fram í podcastspjalli við Þorgerði Einarsdóttur prófessor í kynjafræði.
Þannig að: Nei, drengirnir hafa ekki gleymst í skólakerfinu. Hins vegar mættum við vinna markvisst gegn þeim félagslegu breytum sem valda strákum, stúlkum og hinsegin nemendum vanda og vanlíðan. Það eru rótgrónar feðraveldis hugmyndir um kyn sem er (ómeðvitað) viðhaldið í skólakerfinu. „Að gera það ekki er óverjandi” sagði Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kennari í viðtali á Hringbraut.
Hverskonar karlmennska er ríkjandi? Hvaða áhrif hafa þær á námshegðun drengja? Hver er ytri og innri hvati drengja til menntunar? Meðan karlmennska byggir á aðgreiningu frá kvenleika, mun það ekki koma mér á óvart að strákar séu almennt verri námsmenn en stúlkur. Þetta er samspil menningar og persónubundinna viðhorfa sem hafa svo áhrif á hegðun.“
Það er í sjálfu sér áhugavert, að „skólafólk brenni fyrir góða menntun.“ Vonandi fuðra þeir ekki upp á bálinu. Það er ekki útskýrt, hverjar eru „hefðbundnar gryfjur drengjaorðræðunnar.“ En ég get mér til um, að átt sé við umræðuna um, að drengir séu drengir, en ekki stúlkur. Og ætli það sé að „hrapa að niðurstöðum,“ að sögn Þorgerðar Einarsdóttur, sem virðist vera kvenfrelsunarmenntagyðja HÍ.
 
Eins og góðum kvenfrelsara sæmir, bendir Þorsteinn á rannsóknaniðurstöður, máli sínu til stuðnings, án þess að tilgreina þær. Vafalítið er um að ræða margtuggnar og brenglaðar niðurstöður kvenfrelsunarrannsókna, ættuðum úr Bandaríkjum Norður-Ameríku, sem fóru eins og logi um akur á sínum tíma. Loginn lifir enn. En hins vegar eru margar rannsóknir aðrar, sem benda til þess, að skólinn sé vondur mörgum, bæði nemendum og kennurum. (Vísa til viðeigandi greina á: arnarsverrisson.is.)
 
Eins og höfundar greinarinnar benda á, sniðgengur Þorsteinn að góðra kvenfrelsara sið að ræða ógrynni rannsókna, sem lýsa bágri og skaðlegri stöðu drengja í kerfinu. Hann kallar til annan kvenfrelsara úr kennarastétt og formann jafnréttisnefndar KÍ, Hönnu Björgu Vilhjálmsdóttur, sem reyndar var skipuð til setu í nefnd menntamálaráðherra um kynfræðslu í skólum undir forsæti hálfþrítugs kvenlögfræðinema, áhugamanns um efnið. Þau eru fyrirsjáanlega sammála um að skella við skollaeyrum og kenna feðraveldinu um. Eins og kunnugt er var feðraveldið í öndverðu stofnað af karlmönnum til að klekkja á konum og kúga þær. Því kemur það óneitanlega á óvart, að feðraveldið skuli fara svo illa með drengi eins og raun og rannsóknir bera vitni um.
 
Ætli feðraveldið gangi í þessu efni erinda kvenfrelsaranna, þ.e. að kvengera og kynfirra nemendur? Alla vega er það skólastefna Þorsteins og Hönnu Bjargar að uppræta þær kynjabreytur, sem valda núverandi kynjum „vanda og vanlíðan.“ Samheiti þeirra er vafalaust „eitruð karlmennska.“ Lausn Þorsteins er að afmá skilin milli karl- og kvenmennsku, þ.e. að nemendur verði einhvern veginn hinsegin. (Það eru nú um fimmtíu tilbrigði við kynskiptinga.)
Það er snúið að benda á bein orsakatengsl milli fjölgunar kvenna og versnandi námsárangurs drengja. En hins vegar hefur verið sýnt fram á skýr tengsl kennsluhátta, einkunnagjafar og kyns. Það er hins vegar rétt, einkunnar drengja almennt í barnaskóla voru síðri einkunnum drengja fyrir hálfri öld eða svo. Því skólakerfið hefur ævinlega verið sniðið að þroska stúlkna, en ekki drengja. Það er algengt, að drengir þroskist hægar og öðruvísi en stúlkur.
Það væri rangt, að gera kennara eina ábyrga fyrir vanlíðan barna og slæmum námsárangri. Ábyrgðin er okkar allra sem samfélags. Lífið í skólanum endurspeglar að mörgu leyti lífið utan hans. Það er t.d. samfélagsþróunin, að fyrsta sinni í mannkynssögunni eru drengir að umtalsverðu leyti aldir upp af konum og stúlkum. Fyrirmyndirnar sjá þeir nú í karlmennskuspéspegli mæðra, kvenkennara, töluvleikja og fjölmiðla (og Þorsteins vitaskuld). Nú er einnig í fyrsta sinn rekinn ríkisstyrktur áróður gegn karlmennsku og karlmennskufæð dýrkuð í fjölmiðlum. Sömuleiðis hefur slíkur áróður náð heljartökum innan æðri menntastofnana, í skóla, löggæslu og samfélaginu öllu. Litið er víða á drengi, sem kím „vonda karlsins,“ sem stúlkur og konur óttast svo mjög, að þær eru stöðugt á varðbergi. Í fyrsta sinni í veraldarsögunni hefur verið samin löggjöf beinlínis gegn öðru kynjanna, karlmönnum. Þannig er hugarfóstur vonda drengsins skapað, samþykkt lög gegn því og varúðarráðstafanir gerðar. Drengir eiga við ofurefli að etja.
 
Arnar Sverrisson skrifaði innleggið á snjáldursíðu sína 9. feb. 2021.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband