Árið 2005 sameinuðust helstu kvenfrelsunarfræðingar æðri menntastofnana á Íslandi, þ.e. Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands, í því sameinaða átaki að skrifa bók um kvenfrelsun og menntun. Um er að ræða ritgerðasafn.
Ritstjórar segja: Bókin Kynjamyndir í skólastarfi er ætluð nemendum og kennurum á ýmsum skólastigum en ætti að nýtast öllum þeim sem áhuga hafa á efninu.
Það er von höfunda að bókin verði skólafólki og öðrum sem áhuga hafa á jafnréttismálum til gagns. Vonandi verður hún jafnframt lóð á vogarskálar jafnréttis í íslensku samfélagi.
Hér verður fjallað um ritgerðirnar: Er grunnskólinn kvenlæg stofnun, eftir Berglindi Rós Magnúsdóttur, Ég veit alveg fullt af hlutum en
Hin kynjaða greindarorðræða og birtingarmyndir hennar meðal unglinga í bekkjardeild, eftir sama höfund og Karlar í útrýmingarhættu? Um stöðu kvenna og karla í framhaldsskólum og háskólum, eftir Þorgerði Einarsdóttur og Berglindi Rós Magnúsdóttur.
Berglind Rós bendir á ráðandi viðhorf um kynjaumræðuna í skólanum: Það hallar á stráka vegna þess að skólakerfið er talið sniðið að þörfum stelpna. Ingólfur V. Gíslason skrifar árið 2002 grein í Uppeldi með yfirskriftinni Karlmennska í kreppu þar sem hann lýsir áhyggjum sínum yfir fæð karla í grunnskólum þar sem drengir verða fyrir kvenlegum umvöndunum, kvenlegum ráðleggingum, kvenlegum refsingum.
Ræðu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra, er einnig bent á í þessu sambandi: Áherslan á bætta stöðu kvenna og stúlkna má [hins vegar] ekki verða til þess að við vanrækjum drengina eða lítum svo á að ekki þurfi að grípa til sérstakra aðgerða vegna þeirra, að þeir bara reddi sér eins og sagt er. Þær vísbendingar sem við höfum um líðan drengja í skólakerfinu ásamt tölum sem segja að þeim gangi ekki eins vel og stúlkum ber okkur að taka alvarlega. Við þurfum því á næstu misserum að huga sérstaklega að því hvernig við getum hlúð enn betur að strákum í skólanum. Höfundur bætir við: Það er athyglisvert að gagnrýni á kvennabaráttu er ekki langt undan
En það jaðrar eins og kunnugt er við dauðasynd.
Hér er gengið út frá því að hugtakið greind sé menningarlega og félagslega mótað hugtak sem eigi sér misjafna merkingu eftir menningu, umhverfi og hópum.
með skírskotun til greindarhugtaksins hefur alls kyns misrétti í skólakerfinu verið réttlætt. Til að mynda fengu stúlkur og konur mun síðar en karlar aðgang að menntastofnunum því ekki var litið á þær sem skynsemisverur
Rannsóknir hafa sýnt að löng skólaganga og góður námsárangur stelpna virðist ekki nægja til að öðlast sams konar virðingu og völd og drengir þegar út í atvinnulífið er komið
Berlind Rós fræðir lesanda ekki um, hvaða rannsóknir er um að ræða. Það er vottur af sannleika í því, að greind mótist eftir umhverfi. Hins vegar er enginn fótur fyrir, að hún sé í eðli sínu misjöfn eftir kynjum, enda þótt hún dreifist mismunandi meðal þeirra.
Berglind Rós heldur áfram: Ekki er hægt að tala um hugtökin karlmennska og kvenleiki
slíka tvíhyggju er hægt að rekja allt aftur til Aristótelesar [forngrískur heimspekingur] en hann lagði áherslu á að karlinn væri hið eiginlega kyn, viðmiðið, en konan aðeins ófullkomin mynd af manninum eða frávik frá viðmiðinu
. Talið var að karlinn stjórnaðist af skynsemi en konan af líkama og tilfinningum. Hann væri sterkur, aktífur og harður af sér en hún veikgeðja, hræðslugjörn og óvirk (e.passive).
Þegar skólaganga kvenna var loks viðurkennd sem nauðsyn einkenndist menntun af þessum hugmyndum.
Þetta er afar sérkennileg kenning. Kjánalegar umræður á kynin hafa um aldir átt sér stað, fordómar á báða bóga. En það er hins vegar rétt, að ævinlega hafa verið gerðar kröfur til karla um að herða sig upp til að verja konur og afla þeim fæðu. En þrátt fyrir það hefur skólakerfið að mestu byggst á því, að nemendur sitji og nemi orð. (Kvenfrelsurum hefur lengi verið í nöp við Aristóteles, sem talinn er meðal skynsömustu mannvera fyrr og síðar. En hugsanlega kann hann að hafa mistalið tennur í munni kvenna, þó líklegra sé, að um þýðingarskekkju sé að ræða.)
Af þessu má sjá hvað mikil áhersla hefur verið lögð á aðskilnað milli kvenleika og rökhugsunar/skynsemi til þess að halda konum fyrir utan samfélagsleg völd með takmarkaðri menntun og þekkingu. Það er því ekki einkennilegt hversu erfitt hefur reynst í tímans rás að viðurkenna konur sem greindar og jafn hæfar körlum á opinberum vettvangi. Reynt hefur verið að sanna greindarmun með ýmsum hætti. Á 18. öld var reynt að sýna fram á að konur hefðu hlutfallslega minni heila en karlar
og þannig viðhalda ráðandi orðræðu um að skynsemin væri karlsins en tilfinningarnar og líkaminn konunnar.
Það hlýtur að valda höfundi nokkrum vonbrigðum, að konur hafa að jafnaði minni heila. En huggunin hlýtur að felast í hinu fornkveðna: Heimskur er jafnan höfuðstór."
Að þessu sögðu dregur Berglind Rós eftirfarandi ályktun: Kvenkennarar og kvennamenning eru
óhaldbærar skýringar á slakari námsstöðu drengja og hér er því í raun hafnað að kvennamenning sé hyllt í grunnskólanum.
Á því leikur enginn vafi að kynjaslagsíðan í einkunnum í grunnskólum er stelpum í vil og sama gildir um fjöldatölur á framhalds- og háskólastigi. En er þar með sagt að það halli á stráka í skólasamfélaginu? Eru einkunnir nægjanleg forsenda fyrir sterkri stöðu í framtíðinni? Í samhljómi staðhæfa þær stöllur, Berglind Rós og Þorgerður: Karlar njóta að jafnaði meiri virðingar og athygli en konur, hvort sem er í hlutverki nemenda eða kennara.
Þær snúa sér nú að æðri menntun. Kynjaskipting er mikil innan margra langskólagenginna sérfræðihópa og birtist gjarnan í því að karlar eru flestir á þeim sviðum þar sem virðingin er mest. Læknastéttin er skýrt dæmi um þetta, konur eru fáar meðal skurðlækna og hjartalækna sem njóta mikillar virðingar. Þær eiga hins vegar greiðan aðgang að heimilislækningum og öldrunarlækningum sem njóta ekki eins mikillar virðingar
Þessar staðhæfingar ríma illa við niðurstöður rannsókna, sem benda til, að um sé að ræða val kvennanna sjálfra.
Með nýju kvennahreyfingunni svokölluðu upp úr 1970 urðu þau kaflaskil í sögu kvennabaráttu að gagnrýni femínista færðist inn á svið vísindanna. Áður höfðu kvennahreyfingar gagnrýnt karlmiðlægni samfélags og menningar. Nú var gagnrýninni einnig beint að hinni ráðandi vísinda- og heimspekihefð og slagsíða ríkjandi þekkingar innan flestra greina hug- og félagsvísinda var afhjúpuð. Kvennafræðilegar rannsóknir byrjuðu sem krafa um sýnileika kvenna í fræðunum en hafa með árunum þróast í beinskeytta gagnrýni á hefðbundna þekkingarfræði og vísindaheimspekilegar forendur
"
Lakari staða kvenna en karla í vísindasamfélaginu skýrist af ytri ástæðum, svo sem barneignum og fjölskylduábyrgð en einnig innri hindrunum sem birtast í að skilyrði starfsframans eru sniðin að þörfum, viðhorfum og gildismati annars kynsins fremur en hins.
Það er fátt sem bendir til, að háskólastigið einkennist af kvenlægni. Forsendur starfsframa í háskólum eru sniðnar að körlum frekar en konum. Þá sýna rannsóknir að ekki einungis félagsleg staða lúti kynjuðum lögmálum heldur einnig inntak vísindanna.
Andsvar mitt við þessum þætti geta áhugasamir fundið á: arnarsverrisson.is. Vísindi í voða og Hin nýju vísindi vífanna.
Arnar Sverrisson skrifaði pistilinn á snjáldursíðu sína 21.janúar 2021.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.