20.1.2021 | 17:59
Íþróttafréttamenn
Málfar RÚV
Allt starfsfólk RÚV skal vanda mál sitt og vera til fyrirmyndar um málnotkun. Því ber að kynna sér málstefnu RÚV og haga störfum sínum í samræmi við hana. Það hefur aðgang að málfarsráðgjöf og yfirlestri handrita og annarra skjala, því ber að leita til málfarsráðgjafa þegar ástæða þykir til og jafnframt taka við ábendingum málfarsráðgjafa.
Þetta ættu íþróttafréttamenn á RÚV að skoða gaumgæfilega og læra utanbókar. Þegar ég horfði á útsendingu sjónvarpsins þar sem Kongó spilaði á HM notaði fréttamaðurinn, sem lýsti leikum, orðið ,,þetta" um línumann liðsins. Hvílík vanvirðing, bæði við línumanninn og áhorfendur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.