14.1.2021 | 21:50
Jafnréttiskennsla félagsmiðstöðva í grunnskóla tekur mið af femínista
Fyrir augu mín bar bæklingur frá Félagsmiðstöðvum á Akureyri. Jafnréttisfræðsla nemenda er á forsendum femínisma. Mér þykir þetta miður. Sú kvenfrelsun sem felst í fræðslunni á ekki heima í grunnskólanum. Þar er rætt um jafnrétti, milli kynja. Grunnskólakennarar leysa þá fræðslu vel af hendi.
Í bæklingi fræðslumiðstöðva á Akureyri segir um Jafnréttisfræðsluna:
,,Fyrirlestur um femínisma og jafnrétti. Hvað þýðir hugtakið femínismi, jafnrétti og hver eru helstu baráttumál femínista. Stiklað á stóru um jafnrétti kynjanna."
Stígamót og önnur álíka samtök eiga auðvelt með að koma áróðri sínum inn í grunnskólann í gegnum félagsmiðstöðvarnar. Synd að sjá það. Enginn skólastjórnandi virðist mótmæla, hvað þá kennarar. Sjúk ást sem fjallar eingöngu um brot drengja, eins og stúlkur séu ávallt saklausar, er sýnd í grunnskólanum samkvæmt bæklingi félagsmiðstöðva á Akureyri.