10.1.2021 | 11:24
Móðir styður samtökin ,,Líf án ofbeldis.
Móðirin sem sigaði löggunni á barn sitt styður samtökin ,,Líf án ofbeldis. Þar á bæ berjast menn gegn feðrum sem beita börn sín ofbeldi. Skyldi það sama gilda um móður barns. Þegar foreldri vill ekki færa lögheimili að ósk barnsins er það ekkert annað en ofbeldið. Andlegt ofbeldi. Verið að þvinga barn til að búa þar sem það vill ekki vera, fjárhagsins vegna. Ætli samtökin ,,Líf án ofbeldis samþykki slíkt ofbeldi í garð barns. Hef aldrei heyrt samtökin gefa það út.
Að siga löggu á barn sitt sem tekur ákvörðun um að fara þangað sem því líður vel og vill vera er líka ofbeldi. Í þessu dæmi vissi móðir að barn var öruggt og að faðir barnsins myndi taka á móti því. Engin hætta á ferðum. Barnið vissi hins vegar að það fengi ekki að fara, móðir hafði áður neitað því um að fara á heimili sitt, hjá föður, sem er í öðru sveitarfélagi. Ætlunin að þvinga barnið til að vera áfram eftir áramótafrí.
Flutningur á lögheimili skiptir máli þegar skólaganga er annars vegar. Að barn búi við þær aðstæður að vita ekki hve lengi það fær að vera í skólanum sem það hefur verið og vill vera í er andlegt ofbeldi.
Yfirvöld verða að hafa úrræði fyrir börn í þessari stöðu, þegar foreldri þráskallst við peninganna vegna.