28.12.2020 | 16:50
Afsaka sig í bak og fyrir
Eigendur Ásmundarsal reyna eins og rjúpa við staur að verja gjörðir sína. Það er skárra að segja að fjöldatakmarkanir voru í lagi en sóttvarnir ekki, í stað þess að segja við stóðum ekki vaktina. Hafi menn ekkert að fela er betra að þegja.
Lögreglan kom á staðinn. Þeir vonandi geta metið hvort hjónin hafi brotið fjöldatakmarkanir. Veitingahúsa- og bareigendur munu fylgjast náið með, enda þeirra rekstur undir.
Auðvitað á að sekta alla sem brutu sóttvarnarlög. Líka þá sem voru í slagtogi með fjármálaráðherranum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.