27.12.2020 | 12:48
Hengja bakara fyrir smið
Nú skal leita að blóraböggli fyrir fjármálaráðherra. Nú er það löggan sem skrifaði tilkynningu til blaðanna. Fjármálaráðherra þarf því ekki að axla ábyrgð, einhver annar ber hana. Mörgum finnst kjánalegt að kalla eftir afsögn. Slík gjörð fer er í samhengi við völd og stöðu í samfélaginu. Brot á lögum. Aðrir eru sektaðir.
Ráðherrar eru í enn viðkvæmari stöðu. Þeir setja lögin. Þeir hafa klifað á því við almenning að sýna samstöðu. Fjármálaráðherra er undanskilin, já og ferðamálaráðherra. Afsakið, takið ekki mark á hegðun okkar. Ykkur kemur hún ekki við ágæði lýður.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.