Kyn, menntun og atvinnulíf

Norður-ameríski sálfræðingurinn, Roy F. Baumeister (f. 1953), er menntaður við stjörnuháskólana Princton og Duke. Hann kenndi lengi við Florida State University, en fluttist síðar vestur um haf til Ástralíu. Hann er nú prófessor við háskólann í Queensland. Félags- og þróunarsálfræði (social- og evolutionary psychology) hafa einkum verið viðfangsefni hans. Roy er virtur fræðimaður. Hann hefur gefið út margar fræðibækur. Hér er lítillega fjallað um eina þeirra, sem kom út fyrir réttum áratugi síðan: „Er eitthvað í karlmenn spunnið? Hvernig menningin þrífst á misnotkun karla“ (Is there anything good about men? How culture flourish by exploiting men).
Í formála bókarinnar getur höfundur þess, að honum hafi verið ráðið frá því að birta hana. En góðu heilli varð svo ekki. Hér verða kynntar nokkrar glefsur um kyn, menntun og atvinnulíf lysthafendum til fróðleiks. (Blaðsíðutölur í sviga.)
Konur skapa fleiri atvinnutækifæri í smáum sniðum, karlar í stærri fyrirtækjum og samsteypum. (83)
„Karlar eru framtakssamari (agentic) en konur, en konur eru samneytismiðaðri (communal) en karlar. Þessi aðgreining hefur staðist tímas tönn býsna vel.“ (100)
Þá staðreynd, að konur hafi litið skapað í þágu mannkyns, skýra kvenfrelsarar með kúgun kvenna. En er merkjanleg breyting þar á, eftir að kúguninni var aflétt? Einkaleyfaskrifstofa BNA gerði skýrslu sem heitir: „Buttons to Biotech: U.S. Patenting by Women, 1977-1996.“ Hlutfall veittra einkaleyfa var þessi: 94.3% áttu karlar, 5.7% fór til kynblandaðra teyma, kvennahópa eða einstakra kvenna. Líklega eiga kynblönduð teymi þar stærstan hlut, þar sem um var að ræða fyrirtæki. (144) … Karlar hljóta alls konar vísindaverðlaun og einkaleyfi, þrátt fyrir að hlaðið sé undir konur og framlag þeirra þar með ofmetið. (259)
Konur eru um 70% nemenda við stofnanir æðri menntunar. Í einum stjörnuháskólanna í BNA var gerð könnun: Umtalsverður hluti námsmeyjanna hugðist starfa heima við eða vinna í hlutastarfi: „Kjarni málsins er, að þær óskuðu sér notalegs lífs, að njóta fullnægjandi móðurhlutverks og að sjálfsögu hjónabands með ástríkum karli, sem myndi sjá fyrir þeim og börnum þeirra.“ (207) Könnun á nemendum í Harvard Viðskiptaháskólanum sýndi, að þriðjungur útskrifaðra kvenna var iðjulaus, annar þriðjungur starfaði í hlutastörfum eða sem verktakar. (207)
Agneta Fischer, háskólanum í Amsterdam, rannsakaði stórfyrirtæki: Í upphafi sýndu karlarnir miklu meiri metnað og lögðu sál sína í fyrirtækið – á æðsta stjórnunarstigi átti það ekki við. Þar var engan kynjamun að finna í þessu efni. Hún sagði: það er ekkert glerþak annað en það, að konum hugnast ekki langur vinnudagur. (57)
Þegar konur flykktust inn á starfs- og ofurstofnanavettvang karla gerðu þær jafnframt kröfu um umtalsverðar breytingar. Þær voru sagðar nauðsynlegar til að spyrna gegn viðtækri mismunum og fordómum af hálfu karla. … „Kjarni máls er sá, að konur kröfðust þess, að þær slyppu undan þeirri meðferð, sem karlar höfðu ætíð fengið. [Rétt] eins og þær væru mannverur (expendable), sem fórna mætti, og engan hlytu heiðurinn, nema vinna fyrir honum. … Enginn gerð sér grein fyrir, að fórnin, sem karlar frá fornu fari hafa fært, yrði konum óþolandi áfall. Þær hafa löngum vanist því að vera dýrmætar og sérstakar.“ (179)
„Undanfarið hafa kvennahreyfingar stofnað stuðningsnet meðal kvenna, en samsvarandi net í þágu karla skal banna. Kaldhæðnislegt?“ (179)
„Það verður á brattann að sækja fyrir unga karlmenn í framtíðinni. Stofnanir hygla konum á grundvelli þeirrar fölsku trúar, að mismunun sé nauðsynleg til að andæfa samsærum karla, afturkippum [í kvenfrelsun] eða þvíumlíku. Konum er sýnd umhyggja og veittur aðgangur að stuðningsnetum. Karlar eru eins síns liðs eins og þeir hafa ævinlega verið, nema nú, þegar þeir standa allir sem einn höllum fæti gagnvart konum. Eigin aflvaki, [þ.e.] karlmennskusjálfið og framkvæmdagleðin, er það einasta, sem karlar eiga upp í erminni – og aukin heldur firnasterk og nánast örvinglunarkennd hvöt hins stritandi gaurs, sem fullvel veit, að gefi hann ekki af sér, sé hann dauðadæmdur.“ (180)
 
Arnar Sverrisson birti þennan pistil á snjáldursíðu sinni 13. desember 2020.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband