21.11.2020 | 14:13
Verður fróðlegt
Verður merkisdómur þegar hann fellur. Mun kosta samfélagið töluvert komi þeir að þeirri niðurstöðunni að dómarnir standa ekki. Klúður frá upphafi til enda.
Hefur áhrif á mörg hundruð dóma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Dagsetningin 1. desember er varla nein tilviljun. Það hefur samt ekkert með fullveldisafmæli Íslands að gera, heldur munu þennan dag taka gildi lög um glænýjan endurupptökudómstól hér á Íslandi. Samkvæmt þeim lögum verður hægt að leita endurupptöku mála sem Mannréttindadómstóllinn sem hefur dæmt að hafi ekki verið farið réttilega með í íslensku dómskerfi. Ef dómarar Mannréttindadómstólsins ætluðu sér að snúa við niðurstöðu undirdeildar og sýkna íslenska ríkið, hefði ekki þurft að bíða eftir þessari dagsetningu. Ef þeir ætla sér hins vegar að staðfesta niðurstöðu undirdeildar um að ólöglega hafi verið skipað í Landsrétt er eðlilegt að þeir bíði með að kveða þann dóm upp fyrr en umrædd lög hafa öðlast gildi. Valið á þessari dagsetningu er þar af leiðandi mun merkilegra en það kann að virðast við fyrstu sýn. Hvernig sem fer spái ég því allavega að hinn nýja endurupptökudómstóll muni ekki skorta verkefni.
Guðmundur Ásgeirsson, 21.11.2020 kl. 16:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.