Hræsni Rósu Bjarkar o.fl.

Rósa ver frumvarp, um fóstureyðingar útlenskra kvenna, sem hún vill leggja fram. Hún notar þau rök að ekki muni neinn fjölda kvenna koma til landsins í fóstureyðingu. Eitthvað sem við þurfum ekki að hafa áhyggjur af. Hér sé um táknrænan stuðning að ræða. Hvílík hræsni í þingmanninum. Hér á að gefa konum von í orði ekki borði. Þingmenn ættu að styðja fóstureyðingar í Póllandi og Möltu á annan hátt.

Ákvörðun um fóstureyðingu er ekki auðveld og því þarf kona að fara til ráðgjafa. Fylgir það með í frumvarpi Rósu Bjarkar ásamt fjárveitingu til að útvega túlk. Ekki á vísan að róa að kona sem nýtir sér réttindin tali ensku.

Nei Rósa Björk- þú fórst yfir strikið nú.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband