7.10.2020 | 14:21
Halda óbreyttu skólastarfi sem lengst
Skólastarf á að vera með sem óbreyttustu sniði eins lengi og sóttvarnalæknir telur. Börnin þurfa á því að halda og ekki síður samfélagið.
Það væri agalegt að senda krabbameinslækni heim til að vera með ungum börnum sínum- krabbameinssjúkir settir í biðstöðu.
Það væri agalegt að senda sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga heim til að vera með ungum börnum sínum- öll hjúkrun og umönnun riðlast og veikir líða.
Svona er lengi hægt að telja. Leggjum okkur fram við að halda skólastarfi eins eðlilegu og frekast er unnt.
![]() |
Kennarar upplifa sig ekki alls staðar örugga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |