Óli Stef. líkir grunnskólakennurum við fangelsisstjóra.

Gáfumaðurinn Ólafur Stefánsson sem betur er þekktur fyrir að kasta handbolta tjáir sig um grunnskólann. Lesa má um það á Vísi. is. Hann er ekki sá fyrsti sem það gerir án þess að hafa starfað í honum sem grunnskólakennari. Þessi ágæti maður líkir kennurum við fangelsisstjóra og þar með nemendum við fanga. Ólafur setur niður við svona ummæli. Þau sýna að hann veit ekki hvað fer fram í grunnskólum landsins. Hann talar um Aðalnámskránna eins og hann gjörþekki hana. Hann talar um að nemendur eigi að vinna að því sem þá langar og kennari eigi að aðstoða þá. Ólafur veit væntanlega um mönnun innan skólakerfisins. Ólafur veit væntanlega að skóli án aðgreiningar er á Íslandi. Ólafur veit væntanlega að sveitarfélögin spara hvað þau geta í skólakerfinu. Svona gæti ég haldið áfram.

Sú leiðindaregla hefur tíðkast hér að menn tjá sig um innra starf skólakerfisins án þess að hafa hugmynd, oft á tíðum, um hvað þeir tala. Sýnist Óli Stef gera það og er honum til minnkunar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband