Áhugaverður vinkill

Velti fyrir mér hvort verkfall þýði að félagsmenn verði launalausir á uppsagnartímanum. Getur maður hvoru tveggja verið á atvinnuleysisbótum eða hlutabótaleiðinni og farið í verkfall? Nær ótímabundið verkfall út yfir uppsögn, það má spyrja sig. Áhugaverður vinkill á málinu sem verður fróðlegt að fá svar við. Stjórn félagsins hefur í nógu að snúast, það má með sanni segja. Hljóta að stefna flugfélaginu til að fá úr því skorið hvort aðgerðir þeirra séu lögmætar. Góð prófraun fyrir verkalýðinn og fyrirtækin.

Margir velta fyrir sér hvort uppsagnirnar sé fyrsta skref að flutningi félagsins til annars lands. Eimskip gerði það...og ekki fór það hátt í samfélaginu. Dettifoss skráður í Færeyjum og þykir flaggskip Íslendinga sem við eigum ekki nokkurn skapaða hlut í. 


mbl.is Kosið um ótímabundið verkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þér til upplýsingar þá eru um 860 félagar í FFÍ að detta af launaskrá um næstu mánaðarmót því þá rennur uppsögnin út. Mér finnst þú vera að mála þig upp dálítið græneygða, ætli þú vitir ekki nákvæmlega ekki svarið við spurningu þinni? Þú ert ekki alveg fædd í gær. 

thin (IP-tala skráð) 17.7.2020 kl. 21:00

2 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Sko enn ein færslan.

Einhver hlýtur innkoman að vera frá Icelandair miðað við færslufjölann.

Enn merkilegra að sjá hér fyrrum frambjóðandi til formanns verkalýðsfélags þykist nú lítið kunna kjarabaráttunni.

Bíð spenntur eftir næstu færslu um málið, annað hvort hér eða á kommentakerfunum....

Sigfús Ómar Höskuldsson, 17.7.2020 kl. 21:20

3 identicon

Bíddu bíddu. Helga er það rétt sem Sigfús Ómar segir? Varst þú í framboði til formanns verkalýðsfélags og skrifar hér eins og þetta sé allt nýtt fyrir þér? Ég bara vona félagsins vegna að þú hafir ekki náð kosningu, það er rosa skítalykt frá þér

thin (IP-tala skráð) 17.7.2020 kl. 23:13

4 identicon

Margt af því sem hefur gerst er nýtt fyrir mér sem og þjóðinni. Held að við höfum aldrei upplifað að fólki sé sagt upp eftir að kjaraviðræðuslit. Höfum heldur ekki upplifað að kosið sé um verkfall eftir að fólk hefur verið sagt upp. Við höfum aldrei nýtt hlutabótaleið hér á landi. Held að við höfum aldrei upplifað að fólk sem er á hlutabótaleið kjósi um verkfall. Sama með Herjólfsmálið- algerlega nýtt að menn ræsi annað skip og sigli.

Allt sem viðkemur vinnumarkaðnum frá því að kórónuveiran kom upp er nýtt fyrir alla. Fyrirtæki í þrot, fyrirtæki sem berjast í bökkum, breytt skólastarf, breytt vinnuumhverfi...margt breytt og undarlegt svo ekki sé dýpra í árina tekið. Tíminn leiðir í ljós langtímaáhrifin.

Nýir vinklar á kjarabaráttu, vonandi gerist það aldrei aftur en ef þá væri gott að fyrir lægi dómsmál um réttmæti slíkra aðgerða.

Helga D Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 17.7.2020 kl. 23:44

5 identicon

Þú skautar ansi létt fram hjá ýmsu hér. Og það sem sem ég er mest gapandi yfir er hvernig þú, manneskja sem situr í nefnd hjà verkalýðssambandi, skrifar án þess að hafa fyrir að leita staðreynda. Og þú svarar ekki einu sinni spurningunni um hvort að þú hafir verið í framboði. Þú ert nú ekki trúverðug

thin (IP-tala skráð) 18.7.2020 kl. 00:01

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Lára V.Júlíusdóttir hefur gefið út tvær bækur um réttindi og skyldur á vinnumarkaði, sem hafa verið handbækur starfsmanna stéttarfélaga. 
Í bók hennar " Réttindi og skyldur á vinnumarkaði" er skýrt tekið fram að:

"Þeir sem taka þátt í verkfalli eða verkbanni tekur til þess að missa bætur. 
Hafi menn verið atvinnulausir áður en verkfall í atvinnugrein hófst, falla bætur niður og greiðast ekki meðan á verkfalli stendur"  Þannig getur vinnudeila eins hóps leitt til þess að atvinnuleysisbætur annars hóps falla niður". 

Mér sýnist á tilvitnuðu viðtali við Láru í MBL dagsins að þetta ákvæði sé enn óbreytt.

Kolbrún Hilmars, 18.7.2020 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband