17.7.2020 | 13:49
Kemur varla á óvart
Þessi ákvörðun kemur varla á óvart. Þegar samningsaðilar ná ekki saman eru góð ráð dýr. Tala ekki um á tímum sem þessum. Sama gert víða um heim. Verður fróðlegt að sjá hvað félagið gerir í framhaldi. Þeir ættu að venda sínu kvæði í kross og hætta sölu varnings um borð sem og áfengi á stuttum flugleiðum. Annað með lengri ferðirnar. Einfalda allt.
Velti fyrir mér hvort öryggisverðir verði ráðnir um borð enda hefur freyjufélagið talað um það lengi að mesta af vinnunni felst í öryggi um borð í vélunum.
Ávallt áhugavert að fylgjast með framvindu mála sem þessum.
Segja upp öllum flugfreyjum og flugþjónum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sé og heyri að þú gleðst yfir því að nú sé vaðið yfir launfólk, sem ekki er tilbúið að sætta sig sig slæma framkomu sinna yfirmanna, margra hverra.
Einkennilegt að sjá fyrrum frambjóðandi til starfa í verkalýðsfélagi tala niður starfsmenn sem berjast fyrir sínum kjörum.
Um leið er dapurt að sjá nú annað verkalýðsfélag ganga í störfa annarra.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 17.7.2020 kl. 14:01
Verð að fá kannað hér, þiggur þú laun fyrir að taka undir málstað Icelandair á öllum fréttamiðlum sem láta sig þetta mál varða ?
Einhverjir hljóta hagsmunirnir að vera.
Eða hatur/öfund í garð flugliða.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 17.7.2020 kl. 14:06
Skrýtið að sjá konu taka upp hanskann fyrir fyrirtæki sem ætlar sér leynt og ljóst að berja niður kröfur félags sem er að mestu leyti byggt á konum. Ef það gengur eftir að félagið kemst upp með að bjóða sömu samninga og runnu út um áramótin 2018/2019, án þess að Lífskjarasamningurinn sé einu sinni í boði, er það mikil aftiurför. Og en alvarlegra þegar bæði flugmenn og flugvirkjar hafa gert samninga tvisvar sinnum á þeim tíma sem ffí hefur verið með lausa samninga. Einnig er það athyglisvert að Icelandair gat boðið flugmönnum prósentur af hagnaði en það var aldrei upp á borðum í samningum ffí. Gott að fá öryggisverði á þreföldum til að sinna þessum störfum, einhvers staðar fundu þeir pening.
thin (IP-tala skráð) 17.7.2020 kl. 14:11
Það kemur nú í bakið á flugfreyum að hafa ætlað að bíða og semja síðastar til að fá betri kjör...
Nú geta þær sótt um á kassa í Bónus og nýtt sér samskiptahæfileika sína þar.
Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 17.7.2020 kl. 14:11
Birgir, þú greinilega þekkir vel til málsins. Hvaða betri kjör voru þær að fara fram á ?
Það stoðar lítið að tala um gott og mikilvægt starfsfólk og koma svo fram við þannig að það skiptir minna máli og brjóta lög um leið og samningar standa yfir.
En þú þekkir málið greinilega betur en ég.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 17.7.2020 kl. 14:18
Ef það er satt Birgir, afhverju henti Icelandair fram sömu samningum og voru á borðum 2016? Það skyldi þó ekki vera að það eigi að beygja konurnar, því allt annað og jákvæðara andrúmsloft var í samningaviðræðum flugmanna og flugvirkja. Nei málið var að Icelandair forgangsraðað í og taldi lítið mál að draga frí á asnaeyrum í 16 mánuði. Það var ekki einu sinni Lífskjarasamningurinn uppi á borðum, Icelandair ætlaði að fá sætt fyrir ekkert,ekki neitt. Áhugavert er hvernig höfundur bloggsins vér launakjör kennara, en á sama tíma þykir henni í góðu lagi að fá erlendan starfskraft í innir störrf
thin (IP-tala skráð) 17.7.2020 kl. 14:30
Sigfús Ómar: Ber hvorki kala né hatur til freyjanna. Hef undrast hörku þeirra í samningaviðræðum, miðað við landslagið í flugheiminum. Hvað sölu um borð finnst mér þetta óþarfi, kemur ekki starfi við á nokkurn hátt. Nóg af drasli í fríhöfnum og víðar sem fólk getur keypt. Áfengi á að taka úr sölu- alls staðar, mín skoðun. Hef hvergi talað niður flugfeyjur eða störf þeirra.
Kjánaleg spurning eins og sú síðari er ekki svaraverð.
thin: Tek ekki upp hanskann fyrir fyrirtækið. Þessi ákvörðun kemur mér ekki á óvart. Það hefur legið lengi í loftinu að félagið ætlaði ekki að semja á þeim nótum sem freyjufélagið ætlaði sér. Því hlaut að koma að úrslitakostum. Aldrei á einn sök þegar tveir deila, þannig er það í samningaviðræðum. Freyjur og þjónar eiga alla mína samúð að vera í þessari stöðu. Kannski hefði þurft meiri samningsvilja. Hef hvergi táð mig um erlenda starfskrafta og því er óviðeigandi að setja mér orð í munn.
Helga D Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 17.7.2020 kl. 14:42
Helga, hverjir eru þínir hagsmunir að hér verði starfsmannaleiguliðar settir í starf flugliða um borð í Icelandair vélum ?
Væri gott að fá svar.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 17.7.2020 kl. 14:43
Sigfús Ómar: Engir.
Helga D Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 17.7.2020 kl. 14:49
Það er sorglegt að samningar við flugþjónafélagið hafi verið ítrekað felldir af þeim sjálfum. Þrátt fyrir undirskriftir/samþykki samninganefndar.
En frekar en að leggja niður Flugleiði og afhenda erlendum aðilum flugleyfin er ég sammála þessum lokaúrræðum.
Kolbrún Hilmars, 17.7.2020 kl. 14:51
Þegar Icelandair kemur til fyrsta fundar og leggur fram sömu tillögur og voru lagðar fram 2016 þá er það ekki gæfuleg spor eða mikill samningsvilji. Síðan er ekki talað við FFÍ í nokkra mánuði en á sama tíma er hægt að semja við typpafélögin.Virðingaleysi Icelandair er algjört, samninganefnd Icelandair og forstjórinn hafa ítrekað sýnt það. Síðan í kjölfar Covid er ákveðið hjá Icelandair að það eina sem farið er fram á er að fjölga vinnutíma um 25% á sínu kjörum og samið var um 2016. Lífskjarasamningurinn var ekki í boði. Ef það gengur eftir að Icelandair nái þessu fram að semja við nýtt "verkalýðsfélag" um lækkun launa, þá verður næst farið í flugmenn, síðan flugvirkja,þá skrifstofufólks og að endingu skúringafólkið. Kolbrúnu þykir það í góðu lagi að sjá það raungerast að verkalýðsfélögin verði að verktaka eigum. https://stundin.is/grein/11606/felagabrjotar-og-gul-verkalydsfelog-ogn-vid-lydraedi-og-velferd/. Þessi grein á vel við í dag.
thin (IP-tala skráð) 17.7.2020 kl. 15:09
thin: Les ekki sorpritið Stundina og því les ég ekki greinina. Hvað Icealandair hyggst fyrir veit ég ekkert um annað en það sem kemur fram í fjölmiðlum. Eftir því sem ég hef lesið er til stéttarfélag flugliða og flugmanna. Verður fróðlegt að sjá hvort félagið semji við félagið, tíminn leiðir það í ljós. Því miður hef alla mína visku úr fréttunum, svo hvað var boðið og ekki boðið get ég ekki rökrætt, hef engar forsendur til þess thin. Synd að slá kjarabaráttu upp í kynjastríð.
Ekki annað að gera en fylgjast með framvindu mála. Félagsmenn Flugfreyjufélagsins eiga alla mína samúð. Áfall að vera sagt upp störfum, gildir einu hvaða starf það er.
Helga D Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 17.7.2020 kl. 15:19
Þú ættir að brjóta odd af oflæti þínu og lesa þessa grein. Hitt þykir mér slæmt að þú hlustar á suma fjölmiðla, og virðist móta þér skoðun skv. Þeim. Ég bendi þér á sérstaklega, það hefur engin launahækkun verið í boði,ekki einu sinni Lífskjarasamningurinn, en þess krafist að félagar ffí tækju á sig 25% vinnu aukningu. Hins vegar var hægt að semja við FÍA um hlutdeild í hagnaði, ekkert slíkt var FFÍ boðið.
thin (IP-tala skráð) 17.7.2020 kl. 15:33
Nei ekki þegar Stundin er annars vegar. Þú fræðir mig á skrifunum, þó ég geti mér til að þau séu ekki hlutlaus, látum það liggja milli hluta. Ég les ekki suma fjölmiðla, ég les nánast alla fjölmiðla, ekki Stundina.
Helga D Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 17.7.2020 kl. 15:42
Þú ættir samt að lesa þessa grein Helga, hún er aðsend ekki eftir fréttamenn Stundarinnar. En eftir að hafa flett í gegnum bloggið þitt kemur í ljós að þú dregur ályktanir og hendir þeim fram án þess að vitna í neitt.https://formannslif.blog.is/blog/formannslif/entry/2250455/. Ég vona að þú hafir kynnt þér betur kjör flugfólks eftir þessa grein
thin (IP-tala skráð) 17.7.2020 kl. 15:53
Hér koma upplýsingar um launakjör sem ég las, kannski fara þeir vitlaust með.
https://www.vb.is/frettir/fa-140-thusund-i-dagpeninga-manudi/161736/
Helga D Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 17.7.2020 kl. 16:14
Minni bara "thin" á hvað gerðist með íslenska kaupskipaflotann. Viljum við missa flugið úr landi líka? Ekki það að sé nýtt í íslandssögunni að ráða ekki yfir neinum samgöngum við landið.
Kolbrún Hilmars, 17.7.2020 kl. 16:22
Þú vitnar í grein sem er ekkert bakvið, engar upplýsingar. En trúir ekki þegar lagður er fram launaseðill sem sýnir svart á hvítu að föstlaun eru um helmingur af launum grunnskólakennara eftir um 10 ára vinnu á sama vinnustað. Svo er hitt að því miður eru dagpeningar ekki laun og því er ekki greitt af þeim í lífeyrissjóð.
thin (IP-tala skráð) 17.7.2020 kl. 16:24
Nákvæmlega Kolbrún ég man það. Ekki alls fyrir löngu var ég að kaupa steypu og sagði sölumaðurinn mér að vera með tilbúin með pólsk/íslenska orðabók þegar bílstjórinn kæmi. Ég hváði og þá sagði hann að það væru bara útlendingar í keyrslu því að það væri hægt að ráða þá inn á lægstu leyfilegu launum, leigja þeim rándýrt herbergi og ná þannig hluta teknana tilbaka. Ísland í dag, Byggingarverktakar vilja helst ekki Íslendinga því að það er of dýrt. Þegar krakkarnir í Bónus hafa náð ákveðnum aldri vill fyrirtækið fara að losna við þá því þau eru komin á hærri launataxta
thin (IP-tala skráð) 17.7.2020 kl. 16:43
Ef það eru ekki hagsmunir, þá öfundu.
Minna má nú sjá hvernig þú hefur kosið að tjá þig nær undantekningalaust undir hverri einustu frétt sem birst hefur um málið.
Því er mjög eðlilegt að kanna þina hagsmuni á málinu, líkt og aðra fjölmiðla sem kjósa að birta bara aðra hliðina og eru um leið mjög háðir flugfélaginu sem umræðir i auglýsingatekjum. Sé ekki auglýsingu frá þeim hér, þannig ef þetta er ekki beinir hagsmunir, þá hlýtr þessi reiði þín út í flugliða að vera öfund ef ekki nema væri fyrir að þú sér enn að svekkja þig á því hafa ekki fengið að sitja á Saga-class. Hver veit.
Hvað varðar "samningshörku" flugliða, þá virðist þú vita all mikið um málð. Þá veist þú líklega um þá fjölgun flugstunda sem krafist er, þá ekki þeir klukkutímar sem fara í undirbúning fyrir flug eða bíða með farþega í vél. Eins þá hlýtur þú að vita um lögbrot flugfélagsina á lögum um vinnudeilur og stéttarfélög, sér í lagi þar sem þú hefur reynt að vera í öndvegi einnar stéttar í sinni baráttu.
Svo má auðvitað velta fyrir sér hvort þú sér einfaldlega flokkssystir þess "ágæta" nágunga sem nú mun ganga í störf flugliða og brjóta þá þann samnings sem er í gildi á milli flugliða og flugfélagsins en sá er varaþingmaður Miðflokks. Kannski er þetta ný stefna það, að fjölga erlendum starfsmönnum.
Þu ert allavega klappa fyrir því.
Aftur þetta, þú hefur tjáð um málið þá með þeim orðum að þú þekkir lítið til málsins efnislega. Samt bylur áfram í þinni tunnu.
Ekki nema von að þér var ekki treyst til að leiða þitt fagfélag.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 17.7.2020 kl. 17:19
Alveg rétt "thin", hátt í 20 þúsundir ganga um atvinnulausir núna, margir reyndar erlendir láglaunamenn, en samt er verið að flytja inn nýja láglaunamenn.
Gæti ekki orsökin verið sú að hið opinbera og lífeyrissjóðirnir séu farnir að taka of mikið af launum fólks - sem veldur því að hækka þarf kauptaxtann til þess að fólkið eigi í matinn?
Dæmi; hjá fyrirtæki, sem greiðir samtals 10 milljónir í laun og launatengd gjöld pr.mán. (þó aðeins meðallaun) fær starfsfólkið aðeins 6 milljónir útborgað? 40% dregin af lífsbjörginni strax og svo á launþeginn eftir að greiða vaskinn af öllum sínum nauðþurftum!
Kolbrún Hilmars, 17.7.2020 kl. 17:30
Helga: Þú segir "[...] Hef hvergi talað niður flugfeyjur eða störf þeirra. ". Þetta er því miður ekki rétt hjá þér. Þegar þú talar um að það sé ekki þörf á flugliðum, þurfi "bara" öryggisverði , ber vott um óttalega fávísi eða illmælgi til handa stéttinni.
Veit ekki hversu oft þú flýgur eða hefur flogið en ljóst er í 189 manna flugvél, þegar þær fara fyllast aftur, þá eru þarfir mismiklar. Þá koma upp mál sem flugmenn aftur í gera minna í.
Þú kemur svo algerleg upp um litla þekkingu þína á flugumhverfinu þegar þú bara tekur út sölu á áfengi og öðrum varningi út.Þú væntanlega veist þá hversu miklar sölutekjur öll flugfélög, sem selja áfengi, og annan varning, hafa af slíkum vörum.
Því meira sem þú skrifa hér um málið, þa kemur meir og meir í ljós hvað þú þekkir lítið til málsins, annað en fyrirsagnir í stýrðum miðlum af flugfélaginu.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 17.7.2020 kl. 17:39
Kolbrún, það má vel vera en þetta er bara allt annað mál. Reyndar hafa skattar lækkað s.l. 20 ár þannig að ég tek ekki alfarið undir þetta hjá þér. Einnig það að það virðist sem að það sé í góðu lagi að sumar stéttir séu à einhverjum himinskautalaunum meðan aðrir mega ekki einu sinni leggja fram kröfur þá verður allt vitlaust. Eins og þú bendir á 40% tekin af fólki, en hefur þetta ekki verið alltaf svona? Samneyslan kostar, ónýtir þingmenn kosta, heilbrigðiskerfið kostar. En eins og þú veist þá er það bara hluti þjóðarinnar sem tekur þátt í samneyslunni
thin (IP-tala skráð) 17.7.2020 kl. 20:50
Líka rétt núna, "thin". Hálaunafólk í einkageiranum er ekki endilega með launakjör sem fara á launaseðilinn en það er stundarvandamál og safnar ekki réttindum til framtíðar sem yrðu þá frá öðrum tekið.
En þar sem hlutur hins opinbera fer sífellt stækkandi hvað varðar hálaunafólk þá er ástæða til þess að hafa meiri áhyggjur af eftirlaununum þeirra en staðgreiðslusköttum.
Kolbrún Hilmars, 18.7.2020 kl. 17:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.