Skriflegur samningur æskilegur

Kári Stefánsson hefur komið ríkisstjórninni og þríeykinu í vanda. Ekki að ósekju. Ríkisstjórnin stendur sig illa. Góðvild ÍE að skima er misnotuð. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lætur eins og krakki. Saka Kára um skapbresti. Hann er kröfuharður. Ríkisstjórnin hefur ekki séð ástæðu til að borga starfsmönnum ÍE bónusgreiðslur fyrir störf sín, frekar en mörgum öðrum stéttum sem hafa staðið í framlínunni.

Vona að Kári látið kné fylgja kviði og gefi sig ekki. Ríkisstjórnin þarf að lappa upp á tækjabúnað og starfsaðstöðu til rannsókna.


mbl.is Gerðu ráð fyrir þátttöku ÍE út júlí hið minnsta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðvild ÍE? Bandaríska lyfjaþróunarfyrirtækið sem á IE og Kári vinnur hjá vantaði, eins og flestum sem vilja finna lyf gegn veirunni, sem mestar upplýsingar um vírusinn. Og af sömu ástæðu og genamengi allra Íslendinga var tilvalið til genarannsókna var okkar litla lokaða þjóðfélag tilvalið til rannsókna á vírusnum. Kári sóttist því eftir þessu verkefni og upplýsingum sem gætu skilað milljörðum dollara ef lyfjaþróun eiganda IE gegn veirunni ber árangur. Þegar síðan þörfinni fyrir upplýsingar er fullnægt er framhald skimunar óþarfi. En starfsmenn ÍE fá örugglega ævintýralegar bónusgreiðslur fyrir störf sín ef vinnuveitandi þeirra finnur lyf gegn vírusnum.

Frá því að Kári stofnaði IE og fékk aðgang að Íslendingum höfum við verið sýni til rannsóknar og upplýsingar um okkur söluvara IE. Pólitískt stefnumál Kára hefur ætíð verið að verða ráðandi afl í Íslensku heilbrigðiskerfi. Og hann reiðist auðveldlega þegar ráðherrar hlýða honum ekki, þegar persónuvernd slær á fingur hans eða embættismenn ráða meiru en hann.

Vagn (IP-tala skráð) 7.7.2020 kl. 19:33

2 identicon

EF, EF, EF...þau eru mörg þarna!

Rannsókna er þörf ef finna á lyf. Væri ekki gott ef enginn með sykursýki vilji láta rannsaka sig. Lyfjaþróun byggist á rannsóknum, sama nafni hvað það nefnist. 

Helga D Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 8.7.2020 kl. 09:51

3 identicon

Merkilegt að Svandís Svavarsdóttir er hvergi nefnd. Hún er jú heilbrigðisráðherra. Kata er að halda verndarhendi yfir henni og þorir ekki að senda hana fram enda myndi hún gera allt vitlaust.

Örn Johnson (IP-tala skráð) 8.7.2020 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband