Hvers konar bull er þetta

Fyrir neðan virðingu hjúkrunarfræðinga að láta svona. Auðvitað á að þjálfa minna menntað fólk til að taka sýni. Hjúkrunarfræðingar hafa þarfari og mikilvægari störfum að gegna. Hjúkrunarfræðingar hafa barist fyrir auknu starfssviði sem er vel. Því hlýtur að fylgja að þeir láti af lítilvægum störfum til annarra heilbrigðisstétta, s.s. sýnatöku. Of menntað fólk er í mörgum störfum hjá okkur. Hef áður nefnt sprautu sem t.d. lyfjafræðingar í apóteki í USA sinnir. Sama með blóðtöku, þar er fólk þjálfa að taka blóð úr fólki og þarf ekki háskólamenntun til. 

Man fyrir áratugum síðan þegar sjúkraliðar máttu ekki gefa lyf inn á elliheimili né heldur gefa insúlín. Á sama tíma gátu aðstandendur út í bæ og börn sinnt þessum störfum. Fólk sem vann í félagsgeiranum, með mikið fötluð börn, áttu að sjá um sondu og þvaglegg en sjúkraliðar máttu það ekki inni á heilbrigðisstofun. Allt stoppuðu hjúkrunarfræðingar. Þekki það sjálf sem sjúkraliði svo ég tala af eigin reynslu, ekki frásögnum.

Hjúkrunarfræðingar verða nú aðeins að brjóta odd af oflæti sínu. Sinnið mikilvægum störfum sem passa við menntun ykkar, látið annað eftir. 


mbl.is „Láti sér ekki detta í hug að lyfta sýnatökupinna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband