4.6.2020 | 17:05
Hvar er kvenfólkið?
Eftirtektarvert að skoða myndina af rafvirkjunum. Ekki ein kona. Femínistar og kvennapólitíkin hvar eru þið. Hef ekki heyrt eða lesið neitt um að kvennahreyfingar leggi áherslu á að konur fari í hefðbundnar iðngreinar, s.s. rafvirkjun, málara, pípara, múrverkið og bifvélavirkjun svo fátt eitt sé nefnt. Af hverju skyldi það vera, að konur hvetji ekki kynsystur sínar í þessar starfsgreinar? Sjálf hvet ég stúlkur óspart til að ná sér í iðnmenntun sem er í flestum tilfellum betur borguð en hefðbundin kvennastörf, jafnvel þó háskólamenntunar sé krafist.
Myndin af snyrtifræðingunum er líka eftirtektarverð, bara konur. Hvað veldur að konur velja enn verr launað starfsnám þó þeim standi hitt til boða. Rannsóknarverkefni!
10 útskrifuðust með tvö lokapróf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.