Sama tuggan hjá freyjunum...

Enn tyggja freyjurnar sömu tugguna. Virðast ekki vilja gefa upp launakjör sín en tala um aukna vinnu gegn lægri launum. Leyfið landanum að heyra í raun hvað ber á milli. Það segir manni lítið að bæta við sig 20% þegar viðmiðið er ekki vitað.

Hver eru mánaðarlaun fyrir 100% starf- ósvarað

Hve margar vinnustundir er á bak við 100% starf- ósvarað

Hvaða sporslur fá freyjur, s.s. ókeypis flug- ósvarað

Hver er sölubónus af skransölunni- ósvarað

Hver er ávinningur af matar- og drykkjarsölu- ósvarað

Hvað eru dagpeningreeiðslur háar- ósvarað

Greiðir Icelandair hótel og mat á lengri ferðum- ósvarað

Aksturspeningar eru þeir greiddir- ósvarað

Álagsgreiðslur vegna kvöld, nætur og helgarvinnu- ósvarað

Væri ekki ráð að upplýsa landann um kjörin, hefur lítið að segja að tyggja sömu tugguna.

Sé vinna á bak við 100% laun 100 klst. þá telst það um 60%  vinna hjá öðrum sem þurfa að skila 173 stundum á mánuði fyrir fullt starf.

Þeir sem vinna á kvöld- helgar- og næturvöktum fá vaktarálag.


mbl.is 20% aukið vinnuframlag á móti 12% launahækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband