21.5.2020 | 09:03
Landsmenn fávísir að mati samninganefndar flugfreyja
Í síðdegisútvarpinu í gær ræddu þáttastjórnendur við formann samninganefndar flugfreyja. Þar sagði hún samninginn flókinn og að almenningur skilji hann ekki. Mér þykir afar einfalt að segja, hver eru mánaðarlaunin fyrir 100% starf og hve margar vinnustundir þurfa freyjurnar að vinna fyrir það. Hún sagði kjarasamninginn í flugstundum ekki klst. Getur ekki verið mikið mál að breyta flugstundum í klst. Sporslur, skil alveg þegar sagt er að freyja megi fljúga ókeypis með flugfélaginu og taka maka með. Verðmæti upp á annað hundruð þúsund hver ferð. Ég veit líka hvað sölubónus, dagpeningar og aksturspeningar eru. Formaður samninganefndar talaði til landans eins og þeir séu fávísir. Ég held hins vegar að freyjurnar vilji ekki gefa upp raunveruleg laun sín og vinnustundir, þá gæti samúðin horfið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.