12.5.2020 | 21:06
Ekki rétt, lágmarkslaun eru samkvæmt ASÍ 335 þúsund
Þórunn Elva Þorgeirsdóttir fer ekki með rétt mál. Lágmarkslaun í landinu eru 335 þúsund krónur. Af hverju ætti flugfélagið að komast upp með að greiða lægra en það fyrir fullt starf. Vona að þessi flugfreyja fái ekki starf sitt að nýju. Andúð sem hún sýnir farþegum í færslunni, sem borga laun hennar, er með eindæmum.
Á vef ASÍ má lesa eftirfarandi:
Lágmarkstekjur fyrir fullt starf, 173,33 klst. á mánuði skv. kjarasamningi Eflingar og SA (40 stundir á viku) fyrir 18 ára og eldri eftir 6 mánaða starf hjá sama fyrirtæki (þó að lágmarki 900 stundir):
1. apríl 2019 kr. 317.000 á mánuði
1. apríl 2020 kr. 335.000 á mánuði
1. janúar 2021 kr. 351.000 á mánuði
1. janúar 2023 kr. 368.000 á mánuði
Mánaðarlega skal greiða uppbót á laun viðkomandi starfsmanna sem ekki ná framangreindum tekjum, en til tekna í þessu sambandi teljast allar greiðslur, þ.m.t. hverskonar bónus-, álags- og aukagreiðslur, sem falla til innan ofangreinds vinnutíma. Launauppbót vegna lágmarkstekjutryggingar skerðist ekki vegna samningsbundinnar launahækkunar vegna aukinnar menntunar sem samningsaðilar standa sameiginlega að.
Laun fyrir vinnu umfram 173,33 stundir á mánuði og endurgjald á útlögðum kostnaði reiknast ekki með í þessu sambandi.
Sendu starfsmönnum stórt FOKKJÚ merki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |