10.5.2020 | 15:56
Hver eru launakjörin og hvað er í boði?
Tvær leiðir eru í boði. Taka á sig tekjuskerðingu og ,,kannski" skerðingu á réttindum eða atvinnumissi. Hvorugur kosturinn glæsilegur.
Velti fyrir mér hvað sé í boði fyrir flugstéttir. Hvaða launakjör eru rýrð. Kjarasamningur flugstétta er ekki gegnsær. Ferðir til og frá Keflavík eru væntanlega á kostnað vinnuveitenda. Ókeypis flugmiðar með flugfélaginu er væntanlega aukagreiðsla sem ekki þarf að greiða skatt af. Sala á ,,ónauðsynlegum" varningi og mat gefa einhverja 1000 kalla í hverri ferð. Dag- og fæðispeningar. Svo má spyrja borgar Icelandair hótel í útlöndum þannig að dagpeningar verða að duldum launagreiðslum. Margt sem almenningur ekki veit og væri lag að upplýsa.
Þetta er grafalvarlegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.