Fyrir þá ríku...halda opnu!

Fyrir nokkrum árum komu forsvarsmenn Blá lónsins í sjónvarpið til að lýsa fyrir landanum hvar lúxushótelið ætti að vera. Ekki nóg að þetta sé 5 stjörnu hótel heldur fylgir lítill ,,drullupottur“ með sumum herbergjunum. Verð fyrir nóttina var þá á annað hundrað þúsund. Tekið skýrt fram að það væri ekki á allra færi að gista hjá þeim. Skil það vel. Þeir ætluðu að höfða til ríkra, útlendinga og Íslendinga. Hótel byggt og ég veit ekkert hvernig hefur gengið með ríka fólkið. Kannski bara mjög vel, vonandi.

Allavega, í fréttum segir framkvæmdastjórinn að ríkið verði að grípa í taumana til að halda hótelinu á floti. Í alvöru. Eigum við að halda svona hóteli á floti til að ríkir geti gist þar þegar þeim dettur í hug. Skattar og gjöld sem við greiðum. Er ekki komið nóg af þessari ,,fínu“ vitleysu. Hótel og lúxushótel rísa upp hér á landi eins og gorkúlur, eitt við hliðina á Hörpu.

Það má vel vera að ég hafi ekki vit á þessum málum, þá verður bara að vera svo. Ég veit þó að hótelbyggingar er langt umfram þörf og ferðaþjónustan er skuldsett upp fyrir öll skynseminnar mörk. Hefði átt að stoppa þetta brjálæði fyrir löngu.

Ferðaþjónustan biðlar til lýðsins. Ferðist innanlands, stoppið við vegasjoppur, gistið á hótelum og kaupið ykkur afþreyingu. Ábyggilega allt á viðráðanlegu verði fyrir fólk sem hefur misst vinnuna eða eru á hlutabótalaunum.

Meira að segja ganga hótel svo langt að fara í samvinnu við endurmenntunarfyrirtæki sem sérhæfir sig í kennaranámskeiðum. Nú eru hótelin boðleg á skikkanlegu verði, hafa ekki verið það, ef kennurum þóknast að endurmennta sig. Gisting í eina nótt með morgunverði, námskeið og kvöldverður á 33.000 krónur. Menntunarsjóðir kennarasamtakanna eiga nú að hlaupa undir bagga. Dapurt í meira lagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband