Fjölskyldulögfræðingar: Jú, kvennaathvörf eru misnotuð í baráttunni um börnin.

Framkvæmdastjóri Sambands danskra kvennaathvarfa (Dansk KvindesamfundsKrisecentre) neitar því að bornar séu fram ósannar fullyrðingar um ofbeldi og að konur skrái sig inn á kvennathvörf til að vinna lögheimilismál. En við höfum orðið vitni að fjölda mála þar sem nákvæmlega það gerist, skrifa dönsku fjölskyldulögfræðingarnir Tanja Graabæk og Hanna Bolund.

 

Það er staðreynd að dönsk kvennaathvörf eru notuð sem tæki í lögheimilismálum -
þó svo að það falli ekki að ímynd kvennaathvarfanna. Þegar óréttmæt dvöl í athvarfi
á sér stað, er það skaðlegt fyrir börnin sem eiga í hlut.
Við höfum sérhæft okkur í fjölskylduréttarmálum og setið beggja vegna borðs. Áður
sem lögfræðingar hjá opinberri réttargæslustofnun (Statsforvaltningen, í dag
Fjölskylduhúsið) og nú við málflutning.
Það er varla til sú tegund mála sem við höfum ekki komið að, þar með talin mál þar
sem dvöl í kvennaathvarfi kemur við sögu.
Það er rétt að taka fram í upphafi að ofbeldi er raunin í mörgum málum þar sem
inngrip og stuðningur við þolendur ofbeldis skiptir miklu máli. Á því sviði hafa
kvennaathvörf mikilvægu samfélagslegu hlutverki að gegna sem alls ekki má
vanmeta.


En þegar framkvæmdastjóri Sambands danskra kvennaathvarfa, Lisa Holmfjord,
neitar því alfarið í blaðinu Information þann 3. desember að kvennaathvarf sé staður
þar sem konur „geti bara tékkað sig inn vegna lögheimilsmála“ verðum við
sérfræðingarnir að hrópa hátt. Því sú mynd sem Lisa Holmfjord dregur upp í greininni
er svart/hvít mynd af fjölbreyttum raunveruleika utan veggja kvennaathvarfa.
Einhliða mat
Burtséð frá ímynd kvennaathvarfa þá er hinn dapri raunveruleiki sá að í fjölda
fjölskyldudeilumála þar sem dvöl í kvennaathvarfi kemur við sögu, komast fagaðilar
sem koma að málsmeðferð í kerfinu og tengjast ekki kvennaathvarfi að þveröfugri
niðurstöðu varðandi ofbeldi.


Til eru raunveruleg dæmi um dvöl í kvennaathvarfi sem augljóslega hafa þann
tilgang að fá forsjá yfir barni. Dvöl í kvennaathvarfi er ekki sönnun þess að ofbeldi
gagnvart viðkomandi aðila hafi átt sér stað.
Kjarninn í þessari mismunandi sýn liggur að okkar mati í þekkingu. Kvennaathvörf
byggja mat sitt á einhliða frásögn annars aðila eins og um heildstæða mynd sé að
ræða.
Það er ástæða fyrir því að meginreglur réttaröryggis feli í sér nauðsyn þess að koma
sjónarhorni allra hlutaðeigandi aðila á framfæri til að geta fengið heildstæða mynd af
raunveruleikanum.
Þess vegna metur Fjölskylduhúsið og Fjölskyldurétturinn málin ávallt út frá öllum
hliðum þar sem allir þættir málsins eru metnir.
Sú tilhneiging kvennaathvarfa að trúa og styðja einstakling sem sakar annan um
andlegt eða líkamlegt ofbeldi gagnrýnislaust, hefur þær afleiðingar að yfirlýsing

þeirra (þar sem dvölin staðfestir réttmæti upplýsinga um ofbeldi) er - af eðlilegum
ástæðum - oft tekin með með fyrirvara í skilnaðarmálum, því hana skortir yfirsýn og
hefur það lagalega eðli að vera einhliða yfirlýsing.
Slík yfirlýsing hefur ekkert raunverulegt gildi, því hún er ekki hlutlæg. Það veldur
kvennaathvörfunum skiljanlega vonbrigðum. Því eins og skrif Lisu Holmford sýna
ágætlega telja kvennaathvörfin sig vita sannleikann í tilteknum málum.
Það skýrir líka af hverju Lisa Holmfjord fullyrðir óbeint í greininni að Fjölskylduhúsið
taki ekki nægt tillit til ofbeldis í úrskurðum sínum. Hún skrifar um Fjölskylduhúsið „að
það hafi gengið mjög langt til að tryggja sem mesta mögulega samveru foreldris og
barns.“


Sem sérfræðingar sem setið hafa beggja vegna borðs erum við nauðbeygðir til að
andmæla þeirri einhæfu afstöðu. Fjölskylduhúsið og Fjölskyldrétturinn taka
ásökunum um ofbeldi mjög alvarlega. Þar er málið rannsakað gaumgæfilega, ekki
bara út frá einu sjónarhorni, heldur frá öllum hliðum og komist að niðurstöðu í
samræmi við það.


Grafa undan raunverulegum þolendum ofbeldis
Þótt við horfum framhjá vandkvæðum við einhliða upplýsingar frá kvennaathvörfum,
þá er samt fullkomlega eðlilegt að kerfið sem fjallar um skilnaði leggi ekki mat
kvennaathvarfisins gagnrýnislaust til grundvallar.
Því gerist það hefur kvennaathvarf dómsvald í málum. Það vald hefur þeim ekki verið
fært og eiga ekki að hafa vegna einhliða sýnar á málin. Það vald hefur
Fjölskylduhúsinu og Fjölskylduréttinum verið veitt því þau hafa jú sérhæft sig á þessu
sviði.


Okkur hefur alltaf gramist að sjá að kvennaathvörfin skuli ekki skoða mál nýrra
skjólstæðinga betur. En við höfum líka fullan skilning á því að athvörfin vilji ekki að
skjólstæðingar sem raunverulega hafa orðið fyrir ofbeldi leiti ekki til þeirra af ótta við
að þeim verði ekki trúað.
Að þessu sögðu er mikilvægt að hafa í huga að núverandi nálgun kvennaathvarfa er
með nokkrum kostnaði sem ekki er hægt að líta framhjá.
Einhliða framsetning í yfirlýsingum kvennaathvarfa dregur úr gildi þeirra þegar
skjólstæðingur á í hlut sem sannarlega hefur orðið fyrir ofbeldi, því hann hefur
raunverulega þörf fyrir að yfirvöld taki yfirlýsingu kvennaathvarfanna alvarlega.
Sett á oddinn: Þegar kona hrópar ranglega „nauðgun“ þá grefur það undan stöðu
kvenna sem í raun verða fyrir nauðgun. Það sama gildir um ofbeldi.

Ekki börnum fyrir bestu
Þar að auki hjálpar fagfólk oft ekki börnunum sem því er ætlað að styðja í athvarfi, né
kemst að réttri niðurstöðu í málum þar sem falskar ásakanir um ofbeldi eiga sér stað.
Fagfólk getur verið einhliða í sérfræðimati á börnum ef það túlkar hegðun barnanna
út frá þeirri mynd sem dregin hefur verið upp af hinu meinta ofbeldisforeldri.
Ef barn bregst neikvætt við er það túlkað á þann veg að það sé vegna þess að það
hafi upplifað ofbeldi. Litið er framhjá því að viðbrögðin geti stafað af því að barnið var
fjarlægt úr öruggu og kunnuglegu umhverfi sínu, sem og frá hinu foreldrinu, og
bregst illa við því að vera flutt í athvarf innan um fólk í vanda.
Það er mikið áhyggjuefni að slíkt gerist þegar litið er til þess að velferð barnsins á
alltaf að vera í fyrirrúmi. Flutningur í athvarf getur skaðað börn, því út frá sálfræðilegu
sjónarmiði barna eiga þau á hættu að raunveruleikamynd þeirra mótist og skekkist.
Jafnframt má ekki líta fram hjá skaðsemi þess fyrir barn að fjarlægja það úr öruggu
umhverfi sínu, frá öðru tryggu foreldri, fyrir utan hversu óheppilegt það er að láta
barn búa lengi meðal fólks í vanda.


Raunveruleikinn er sá að fjölmörg dæmi eru um að athvörfin séu misnotuð sem hótel
þar sem annað foreldrið skráir sig inn í þeim tilgangi að vinna mál um lögheimili, fá
forráð yfir barni eða vegna umgengni. Því miður. Því skilnaðarbörn sem hafa
raunverulega orðið fyrir ofbeldi, sem og fullorðnir, eiga betra skilið.
Ef kvennaathvörf vilja í raun vera metin gild, fagleg og hlutlaus, eru þau tilneydd til að
vera gagnrýnni við athugun á þeim einstaklingum sem til þeirra leita.
Eða að minnsta kosti viðurkenna að raunveruleiki og sannleikur um að ofbeldi hafi átt
sér stað geti verið margslungnari en sú mynd sem annar aðilinn dregur upp. Það geti
verið falin ásetningur í upplýsingunum.
Tanja Graabæk og Nanna Bolund starfa báðar hjá lögfræðistofunni Strauss & Garlik
í Danmörku.

Krækja að greininni bæði á ísl. og dönsku https://drive.google.com/file/d/1YZuvG_-gjWDG4JHFlgOyz1UR2ycy_4uX/view?fbclid=IwAR0EXjAj-GphqMbkmyuFn1CKgpJ8qTJKrRylN_9s_orZqtvG_75FjaHdq2Y

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband