Kvennaathvarfið misnotað- leyfir misnotkun

Alþekkt að Kvennaathvarfið leggi sitt lóð á vogarskálina þegar kemur að þessu ofbeldi barna. Skiljir þú færðu ekki að sjá börnin. Reyndar er þetta alþekkt um allan heim. ,,Hún misnotaði kvennaathvarf til að ná sínu fram og notaði það sem tæki til kúgunar og hótana."

Greinin birtist á HUN.is

ATH. Þessi grein er aðsend. Lesendum er frjálst að senda inn greinar undir nafnleynd í Þjóðarsálina, en þær skoðanir sem birtast hér í Þjóðarsálinni endurspegla hvorki ritstjórnarstefnu né skoðanir HÚN.IS 

Svavari leið illa í sambandinu og hafði gert í mörg ár vegna andlegs og líkamlegs ofbeldis af hálfu sambýliskonu sinnar. Hann bað konuna sína um skilnað. 

Ragnheiður konan hans varð reið og sagði:
„Þú færð þá aldrei að sjá börnin þín aftur og ég segi að þú hafir verið sérstaklega vondur við stjúpson þinn og beitt hann líkamlegu og andlegu ofbeldi! Og ég mun líka segja að þú hafir beitt mig líkamlegu og andlegu ofbeldi! Allir munu trúa mér! Allir! Og ég mun segja að þú hafir beitt þín eigin börn ofbeldi!“

Tíminn leið… eitt ár, tvö ár…
Svavar fékk kjarkinn aftur og varð mjög ákveðinn og bað um skilnað. Konan hans byrjaði að öskra og lemja hann. Svavar fór út úr húsinu eins og svo oft áður í svona aðstæðum. Þegar hann kom heim var börnin og konan hans farin. Tveimur dögum síðar fékk hann símtal. Þetta var konan hans. Hún tilkynnti honum að hún væri í kvennaathvarfi og kæmi ekki heim fyrr en hann væri búin að hugsa sitt ráð.

Í tvær vikur var konan hans með börnin sem hann elskaði meira en allt í kvennaathvarfi. Hún var í daglegu sambandi við hann í gegnum sms og símtöl. Hún sendi honum meira að segja myndir og videó af börnunum úr athvarfinu. Hún beitti hann hótunum og kúgun til að halda áfram í sambandi. 

Að lokum kom hún heim með börnin og Svavar skildi núna að hann gat ekki komið sér út úr þessu sambandi. Ragnheiður konan hans var búin að sýna það í verki að hún myndi standa við það að eyðileggja mannorð hans. Að hún myndi fara alla leið. Hún misnotaði kvennaathvarf til að ná sínu fram og notaði það sem tæki til kúgunar og hótana.

Svavar var fastur. Svavar var hræddur og skelkaður. 

Tveimur árum síðar kom Svavar sér út úr sambandinu. Ragnheiður reyndi samfélagslega séð að eyðileggja mannorð hans. Hún bjó til fullt af sögum um hann. En fólk sá í endanum í gegnum hana því enginn getur falið sinn innri mann lengi. Svavar hélt bara áfram að vera samkvæmur sjálfum sér og láta verkin tala. Svavar hélt áfram að vera hann sjálfur og með hjálp sálfræðings og fjölskyldu þá komst hann í gegnum ofbeldið sem hann varð fyrir af hálfu Ragnheiðar.

Þetta er sönn saga úr íslensku þjóðfélagi.
Konur beita líka ofbeldi.
Karlmenn, komið ykkur út úr ofbeldissamböndum. Verið óhræddir. Þið eigið betra skilið. Þið eigið allt gott skilið.
#KKMETOO
Kv, Svavar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband