10.4.2020 | 14:57
Uppskeruhátíð ofbeldismanna!
Forsvarsmenn Stígamóta stigu fram og upplýst þjóðina um uppskeruhátíð ofbeldismanna á covid tímum. Það fengu þær að gera í opinberum þætti þar sem málefni tengdum covid 19 var til umfjöllunar. Merkilegt að enginn hreyfi athugasemdum við slíkan málflutning.
Fáir efast um aukið ofbeldi þegar heima- og innivera er mikil. Nánd fjölskyldna eykst og reynir á þolrifin hjá mörgum. Það á jafnt við um karla og konur. Bæði kynin beita ofbeldi, hvort á sinn hátt. Börn eru í sérstakri hættu. Ofbeldi á sér frekar stað þegar áfengi og vímuefni eru höfð um hönd. Ekki að ástæðulausu að Grænlendingar lokuðu fyrir áfengissölu á þessum tíma. Danir hafa lýst yfir áhyggjum vegna barna sem verða fyrir auknu ofbeldi þegar vímuefni eru á heimilum. Þeir hafa bent á að skólalokun valdi þeim sérstaklega áhyggjum vegna þessara barna. Athvarfi þeirra lokað, hvíldin frá vímuefnaheimilum er ekki til staðar.
Þar sem fleiri börn búa hjá einstæðum mæðrum er hættan á ofbeldi af hálfu mæðra eðlilega til staðar jafnt og feðra. Stígamótakonur töldu ekki ástæðu til að draga það fram í dagsljósið.
Karlmenn eru frá náttúrunnar hendi sterkbyggðari og því þarf minna til að mein sjáist á konu noti hann aflið. Konur aftur á móti beita annars konar ofbeldi. Ekkert ofbeldi er réttlætt hér. Ofbeldi er ofbeldi, sama hver og hvernig því er beitt.
Viðhorf kynjanna til ofbeldis eru ólík. Þegar skýrslur og rannsóknir eru lesnar sést að karlmenn kæra síður, eiginlega mjög sjaldan, ofbeldi af hálfu ástvinar, sambýlings eða eiginkonu. Í skýrslu frá Danmörku kemur fram:
,,Í viðtölunum spurðum við hvernig menn brugðust við ofbeldinu af hálfu ástvinar- hvort þeir fóru á slysavarðastofuna eða kærðu til lögreglu, hvort þeir slógu aftur, urðu reiðir, skömmuðust sín o.s.frv. Margar rannsóknir sýna að kynjamuninn hefur áhrif þegar leitað er hjálpar eftir ofbeldi frá ástvini sem og kæra ofbeldið (Federal Ministry for Family Affairs 2004; Stolt 2010; Schütt et al. 2008; MirrleesBlack 1999). Gera má ráð fyrir að ólík viðbrögð kynjanna endurspegli hugmyndir manna um kynin og tengjast kvenleika og karlmennsku."
Víða kemur fram að karlmönnum finnst niðurlægjandi að kæra ofbeldi sem þeir verða fyrir af hálfu konu. Þeim er ekki trúað, hvorki hjá lögreglu, læknum eða slysavarðastofum. Sömu sögu er að segja frá samfélaginu, fólk trúir ekki að menn verði fyrir ofbeldi innan veggja heimilanna. Þá er þöggunin betri en að vera ekki trúað!
Tel að landinn ætti að vera á varðbergi gagnvart öllu ofbeldi af hálfu fullorðnum, kvenna og karla, og ekki síður því sem börnin verða fyrir. Foreldrar úthúða börnum sínum, hrista þau, hrinda, loka þau inni, löðrunga eða hótar beita þau ofbeldi. Sumum kann að þykja þetta fylgja uppeldi en svo er ekki.