3.4.2020 | 08:38
Aukning öndurnarvéla hér á landi
Menn spretta upp úr sófunum. Viljum fleiri öndunarvélar. Safnað er fyrir þeim og helst á að kaupa þær og fá afhendar á mettíma. Sama staða kemur upp hér á landi, hver á að stjórna vélunum og sinna sjúklingum. Við höfum ekki starfsfólk í verkið. Okkur vantar sérhæft fólk inn á sjúkrahúsin.
Þessi faraldur sýnir enn og sannar hversu fátæk við erum þegar horft er til mannafla í heilbrigðisgeiranum. Ég leyfi mér líka að segja að starfsmenn séu oft á tíðum illa notaðir, m.t.t. menntunar, hæfni og færni. Má þar nefna sjúkraliða, menntun þeirra, hæfni og færni hefur ekki verið nýtt til hins ýtrasta í heilbrigðiskerfinu.
Á þetta að vera aprílgabb? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.