29.2.2020 | 20:46
Kristin Johansen fjarlægði ummæli, af því þau voru röng
Foreldrajafnrétti setti pistil á snjáldursíðu sína í dag. Fjallar að hluta um dóm sem kveðinn var upp í húsbrotsmáli sem endaði því miður með ofbeldi. Kynjunum er skipt í pistlinum. Bók Kolbrúnar kom fyrir í ummælunum. Dóminn má finna á snjáldursíðu Foreldrajafnréttis.
Einn á síðu Foreldrajafnréttis spurði um tengsl konunnar, sem braust inn á heimili Kolbrúnar, við aðila úr lögreglunni. Kristin Johansen kom því skýrt til skila að bók Kolbrúnar væri skáldskapur og persónurnar væru skáldaðar til að krydda söguna. Hún veittist m.a. að mér, að ég sem kennari ætti að vita að höfundar bóka sæktu fyrirmyndir í raunverulegar persónur. Ætlaði sér að setja mig niður. Ekki varð neitt úr því. Með einfaldri leit var hægt að afsanna orð hennar. Þegar það var gert fjarlægði hún ummæli sín. Sýnir í hnotskurn hvernig her öfgafemínista vinnur þegar svona mál eru annars vegar. Málflutningur Kristinar er svolítið í takt við málflutning öfgafemínistanna, fullyrða.
Annað sem hefur vakið athygli mína er kjánalegur ,,like" her hjá þeim. Minnir á unglinga sem eru í ,,like" keppni. Hélt sannast sagna að fullorðið fólk hagaði sér ekki svona kjánalega.
Hér má lesa pistil Foreldrajafnréttis:
https://formannslif.blog.is/blog/formannslif/entry/2246421/