Ákærð í forsjárdeilu- bók Kolbrúnar

Þegar Kolbrún gaf út bókina ákvað ég að lesa hana. Eftir að ég hóf lesturinn gat ég ekki hætt. Kolbrún segir sína hlið á forsjárdeilu sem eiginmaður hennar á í við fyrrverandi eiginkonu. Margt kemur fram í bókinni sem margir kannast við. Ferðaleyfi fyrir barn. Töf á komu barns og jafnvel frestun um daga. Neikvæð skilaboð. Barni bönnuð þátttaka í gleði og sorg.

Kolbrún fer yfir málið gegn sér og eiginmanni sínum. Hann var dæmdur, ekki hún. Frásögnin varpar ljósi á hlið sem oftar en ekki gleymist. Hennar hlið. Mér þykir hún fara vel með málið. Vissulega varpar hún upp áleitnum spurningum. Margir kannast við eitthvað svipað.

Hvet fólk til að lesa þessa frábæru bók, vel skrifuð. Ég vil ganga svo langt að segja að bókin sé skyldulesning.

Kolbrún gaf bókina út á rafrænu formi sem og á PDF og er hún aðgengileg hér... https://4b0a31ef-bc4c-4878-8030-a22758d0c3d4.filesusr.com/ugd/25595d_e3ab68adf7fc46acaaa4a8bb0e02e7f1.pdf?fbclid=IwAR3HLH0ytyoCfu7oUA4xWHthEXzuBWikkdwFZaVlw9AcYhP92YQ_UTEejIc

Öfgafemínistar eru mættir á samfélagsmiðla til að rakka bókina niður. Klappstýrur fylgja eins og vera ber. Ein stúlkukindin reynir að sverta málstað Kolbrúnar, en við öðru er ekki að búast af henni og klappstýrunum. Sem betur fer minnkar álit landans á öfgafemínistum þar sem þeir eru eins og ryðguð plata og hafa eyðilagt meira en gert gagn. Öfgar gera aldrei gagn í samfélagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband