Markaðssetning landins dýr

Skelfilegt svo ekki sé meira sagt. Fleiri ferðamenn slasast. Fyrir utan eigin hörmungar kostar þetta samfélagið mikla fjármuni fyrir utan sjálfboðið starf björgunarsveitarfólks.

Ferðalögum er haldið að útlendingum sem hafa ekki kannski ekki þekkingu eða getu til að keyra við íslenskar aðstæður. Stundum með skelfilegum aðstæðum.

Lík á Sólheimasandi og nú þetta skelfilega slys. Vona að betur hafi farið en á horfðist. 

 


mbl.is Fjórir alvarlega slasaðir — þar af þrjú börn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Margir útlendinganna eru ekki vanir öryggisbeltum og því verður óhapp sem hefði endað sem tjón á bílum og lítilsháttar áverkar að alvarlegu slysi. Ekki vöndust Íslendingar notkun öryggisbelta á einni helgi. Og mörg voru banaslysin sem menn hefðu gengið ómeiddir frá ef öryggisbeltin hefðu verið notuð. Það var meira að segja stór og hávær hópur sem barðist gegn lögleiðingu öryggisbelta, gott ef lýðræðið hafi ekki verið í húfi.

Það er ekki bundið við útlendinga að hafa ekki þekkingu eða getu til að keyra við íslenskar aðstæður, hvað þá að verjast því sem veðrið hefur upp á að bjóða. Það virðist ekki þurfa að vera nema smá snjóföl til að höfuðborgarbúar lendi í vandræðum, á illa búnum bílum í fatnaði sem hentar betur á Florida. Búfénaður verður reglulega úti í óveðrum og eftir aðvaranir á þekktum snjóflóðasvæðum koma snjóflóð fólki samt á óvart, svo fátt sé nefnt af löngum lista.

Vagn (IP-tala skráð) 17.1.2020 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband