Björgunarsveitir ættu að hafa einkaleyfi

Björgunarsveitir sinna samfélagslegri skyldu. 

Björgunarsveitir hafa á að skipa úrvala liði sem mætir þegar kallið kemur.

Björgunarsveitir er hryggjarstykkið í almannavörum í landinu.

Björgunarsveitir þurfa fjármagn til að reka sveitir sínar.

Björgunarsveitir eru sveltar af sveitarfélögum og ríki.

Björgunarsveitir selja flugelda til að fjármagna sig sem og neyðarkallinn og rótarskot.

Björgunarsveitir þurfa stuðning allra sem ætla að skjóta upp flugeldum.

Björgunarsveitir þurfa á þínum stuðningi að halda, sama í hvaða formi.

Björgunarsveitir halda úti dýrum tækum og tólum.

Björgunarsveitamenn sjá sjálfir um að kaupa einkennisfatnaðinn.

Björgunarsveitarmenn sleppa öllu til að svara kalli, sama hvaða dagur ársins er.

Björgunarsveitarmenn sjá sjálfir um menntun sína í tengslum við starf sitt.

Björgunarsveitarmenn eru háðir velvilja vinnuveitenda til að sinna samfélagsskyldu sinni.

Látum gott af okkur leiða, styðjum björgunarsveitirnar, látum einkaaðila, sem hefur engum samfélagsskyldum að gegna, ekki hirða hagnað af sölu flugelda.

Góðar stundir! 


mbl.is Kúnninn ræður hvar hann kaupir flugelda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband