27.12.2019 | 11:21
Einhver fótur fyrir þessu
Verður maður ekki að gera ráð fyrir að einhver fótur sé fyrir ásökunum úr því þeir verða áfram í varðhaldi. Varla er það upp á punt. Fangarnir sem hér um ræðir ættu að varpa ljósi á málið þegar að því kemur. Hafa þó nokkurn tíma til að gera upp hug sinn.
Hér á landi heyrir maður ekkert af rannsókn á Samherjamálinu. Jú, innanhúsrannsókn hjá Samherja...sem leiðir ábyggilega allt gott í ljós. Það gera innanhúsrannsóknir yfirleitt enda pantaðar af þeim sem málið varðar. Trúverðugar, um það má efast.
Kannski kemur hvellur á nýju ári í tengslum við rannsóknina, menn vinna sennilega á bak við tjöldin og vilja ekki opinbera nokkuð.
![]() |
Sitja áfram í haldi fram í febrúar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvernig var með ásakanir, gæsluvarðhald og fætur í Geirfinnsmálinu? Og þetta er Afríkuríki.
Sennilega sjá Samherjamenn að ásökunum er best svarað með rannsókn öflugs rannsóknaraðila. Þeir fá þá jafnvel sönnunargögn í hendurnar sem þeir sjálfir hefðu ekki geta aflað og ákærendur hafa ekki áhuga á að afla. Komi svo til ákæru og sýknu lendir kostnaðurinn hvort sem er á ríkinu. Síðasta árangurslausa atlaga ríkissaksóknara kostaði nokkur hundruð milljónir, sem getur margfaldast ef dómstólar samþykkja bótakröfu Samherja.
Vagn (IP-tala skráð) 27.12.2019 kl. 12:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.