Hvað skal segja...drengir!

Alda segir  ,,Ef við ræðum þetta ekki, ef við fræðum ekki dreng­ina okk­ar þá erum við ekki að fara að bæta þetta. Sam­fé­lagið þarf að taka þessa umræðu.“

Það mætti halda að Alda gangi út frá að foreldrar drengja viti um kaup þeirra á vændi. Veit eiginlega ekki hvað mér finnst um þessa orð. Ég er jafn viss um að drengir ekki frekar en stúlkur hugsi um vændi á uppvaxtarárum sínum, nema hafa það fyrir augum sér. Hversu margir drengir kaupa sér vændi? Er þetta ekki í nánast öllum tilfellum karlmenn, giftir karlmenn þar á meðal, sjálfráða karlmenn? Foreldrar hafa ekkert yfir lífi lögráða sona sinna að segja.

Væri óskandi að við gætum upprætt vændi en samtal við drengi er kannski ekki lausnin, það ætlar sér enginn drengur að kaupa vændi væri hann spurður. 

Því miður er ég ekki með ráð uppi í erminni.


mbl.is Fimm ára stúlkur ætla sér ekki í vændi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Ef karlmaður nýtir fjárhagsleg og félagslega sér yfirburði til að fá kynlíf þá er hann hórkarl

ef kvennmaður fer á sólaströnd í strang kaþólsku landi og stundar þar kynlíf með ungum mönnum þá er hún bara að skemmta sér

Borgari (IP-tala skráð) 26.12.2019 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband