11.12.2019 | 17:38
Myndbirtingar á snjáldursíðu, foreldrar takið ykkur taki
Skelfilegt að lesa þegar óprúttnir aðilar sækja myndir af börnum. Jafnvel fáklæddum börnum sem foreldrar hafa sett inn á samfélagsmiðla, sem er opinber vettvangur. Þarna er veiku fólki færð bráð á silfurfati svo ekki sé meira sagt. Myndbirtingar á samfálagsmiðla af börnum sem ráða ekki hvort þau eru til sýnis eru ámælisverðar. Hvers eiga börn að gjalda að foreldrar þeirra geri þetta, mér er spurn. Foreldrar sem birta myndir af börnum sínum hneykslast svo á að óprúttnir aðilar skuli horfa á myndirnar eða líka við þær. Öllu verra er að sá óprúttni getur tekið afrit af myndinni.
Er þessi sjálfsdýrkun og auglýsing um barn eð börn sín ekki fullkomlega óþörf. Getur fólk ekki sent mynd af barni sínu í tölvupósti til þeirra sem vilja fá myndir af barninu. Velti þessu fyrir mér.
Góð grein um málið:https://www.visir.is/g/2019190119072
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.