10.12.2019 | 14:54
Starfsmenn bæjarins mæta ekki- starfmenn grunnskóla og nemendur vita það ekki enn
Margir hafa aflýst skólahaldi, hleypa starfsmönnum sínum fyrr og fella aðrar samkomur niður, sökum óveðurs. Mér finnst fyndið að í þeim bæ sem ég bý, Akureyri, gáfu bæjaryfirvöld út að skrifstofur bæjarins verði lokaðar á morgun vegna veðurs, allavega til kl.11:00 og lengur ef þarf.
Starfsmenn grunnskóla og nemendur eiga hins vegar að bíða þar til síðar í dag, kvöld eða morguns, í óvissu um hvort skólahald verði á morgun eður ei sökum óveðurs.
Velti því fyrir mér af hverju er ekki hægt að taka sömu ákvörðun fyrir alla starfsmenn og nemendur bæjarins á sama tíma. Sé veður það vont að fullorðnir komast ekki til vinnu hvað þá með börn?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.