3.11.2019 | 10:19
Vill ekki líkja málunum saman...ójú margt sameiginlegt.
Freyja Haraldsdóttir mætt á ritvöllinn. Hún vill ekki láta líkja máli Atla og sínu saman. Setur sig á háan hest. Auðvitað eiga þessi mál töluvert sameiginlegt. Málin fjalla bæði um réttláta málsmeðferð. Báðum finnst á rétt sinn genginn. í öðru málinu var það Barnaverndarstofa og í hinu leikhússtjóri og stjórn LR. Málin eiga það sameiginlegt að fólk hefur skiptar skoðanir á málunum. Málin eiga það sameiginlegt að þau eiga bæði stoð í lögum og reglugerðum, þess vegna fengu þau meðbyr bæði tvö. Málin eiga það sameiginlegt að um þekkta einstaklinga (þekkti nú ekki Atla áður en þetta kom upp) er að ræða í samfélaginu. Báðir einstaklingarnir vilja ekki sitja undir fordómum í þeim málum sem þau berjast fyrir.
Að skoðun Freyju sé að konum skal ávallt trúað, líka í laumi, hefur ekkert með lög og reglugerðir að gera frekar en að skoðun mín sé að hún hefur ekkert með námskeið að gera því hún er ekki hæf til að hugsa um barn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.