Líf án ofbeldins- öfgahópur

Brynjar Níelsson þingmaður hefur með réttu varað þingmenn við að taka mark á bréfi frá öfgahópnum Líf án ofbeldis. Mæður sem hafa átt og eiga í forsjárdeilum taka sig nú saman og segjast vinna gegn ofbeldi, bara ofbeldi feðra í forsjárdeildum. Mæður mega hins vegar beita ofbeldi, því annar hefði öfgahópurinn ekki kyngreint annað foreldrið. 

Mæður og feður beita börn sín ofbeldi og það þarf að stoppa með öllum tiltækum ráðum. Öfgahópurinn viðurkennir ekki að mæður geti beitt börn sín ofbeldi þó rannsóknir sýni annað. Í jafn viðkvæmum málum og þessum mega öfgahópar ekki vaða upp.

Foreldraútilokun er ofbeldi. Öfgahópurinn Líf án ofbeldis segir það tómt bull, það sé ekki til þó svo að til séu margar rannsóknir sem sýna hvers konar ofbeldi það er. Foreldraútilokun beita bæði mæður og feður.

Vona að þingmenn falli ekki í gryfju öfgahópsins og haldi sínu striki varðandi tálmunarfrumvarp þingmanna. Refsa á þeim sem koma í veg fyrir að börn umgangist báða foreldra sína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband