26.9.2019 | 21:24
Enn situr formaður Kennararfélags Reykjavíkur
Þeir sem stýra snjáldursíðu grunnskólakennara ritstýra samkvæmt vinavæðingu. Innlegg sem ég setti þar inn var fjarlægt með ótrúlegum rökum til að þjóna vinum.
Enn situr formaður Kennarafélags Reykjavíkur
Þann 24. júní s.l. fékk formaður KFR dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur. Nú liðnir þrír mánuðir. Skattalagabrot og það frekar gróft. Brotaþoli er sakaður um að hafa ekki gefið upp 110 milljónir krónur til skatts og þarf því, samkvæmt dómnum, að endurgreiða um 20 milljónir krónur. Brotaþoli telur á rétt sinn gengið og að dómurinn sé rangur. Kemur í ljós þegar Landsréttur tekur málið fyrir. Þar til Landsréttur dæmir er viðkomandi sekur.
Sú sem þetta ritar hefur undrast að formaður KFR skuli enn starfa sem formaður, siðferðisins vegna. Ekki nóg með að formaðurinn hreyfir sig hvergi heldur láta stjórnir KFR, FG og KÍ undir höfuð liggja að tjá sig um málið, nú frekar en áður. Hvað þá að hvetja manninn til afsagnar þar til Landsréttur kveður upp dóm. Margir eru á að þegar mál af þessum toga kemur upp eigi aðili máls að stíga til hliðar þar til málið er til lykta leitt. Dæmdur formaður veikir trúverðugleika félags.
Fyrir um hálfu öðru ári var formaður KFR ásamt fríðu föruneyti þátttakandi í byltingu innan Kennarasamband Íslands. Þegar litið er í baksýnisspegilinn dettur mér vinavæðing í hug. Snúa átti öll við í félaginu. Upplýsingaflæði átti að verða betra og gagnsærra. Samningar betri og lélegir samningar var linkind fyrri samninganefndar að kenna. Valddreifing of lítil hjá gamla liðinu og því átti nú aldeilis að breyta o.s.frv. Mörg okkar trúðu þeim og trúðu á þau. Vildu sjá breytingar. Hvað gerðist?
Samningsmarkmið sjást ekki og ekkert að gerast í kjaramálum samkvæmt orðum varaformanns á aðalfundi BKNE. Samninganefnd félagsins veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið, engir fundir eins og fram kom á aðalfundi BKNE 20. sept. s.l. Valddreifing nánast enginn þegar kemur að störfum innan FG. Brauðmolum hent í kennara á meðan beðið er niðurstöðu félagsdóms, styttist sennilega í fyrirtöku úr því brauðmolarnir komu. Við þegjum allavega á meðan. Stjórn FG svarar engu þó þau séu spurð.
Engar upplýsingar um hvernig framkvæmdir við Borgartúnið gengur, né fyrirhugaður kostnaður. Engar upplýsingar um eitt leyfisbréf, né heldur hver situr fyrir FG í þeirri nefnd. Engar upplýsingar um milliþing KÍ, né heldur kostnaður um skipulag.
Fyrrverandi stjórn mátti sitja undir skítkasti frá þessu sama fólki á snjáldursíðunni, sem virðist vera þeim eins og lokuð bók í dag. Fyrrverandi varaformaður FG, sem tók við starfi Sesselju, hrakinn úr starfi hjá FG og starfar nú fyrir KÍ. Ráðið í starfið án auglýsingar.
Með vinsemd og virðingu,
Helga Dögg Sverrisdóttir