Beðið eftir félagsdómi

Félag grunnskólakennara hefur ekki viðræðuáætlun við sveitarfélögin. Ástæðan er mál sem bíður úrskurðar félagsdóms. Málið hefur ekki  verið tekið fyrir. Hvenær það verður virðist enginn vita. Grunnskólakennarar fá allavega engar upplýsingar. Þegar fyrirtaka í málinu átti að vera bilaði tölvukerfið og fyrirtöku frestað. Það fengu grunnskólakennarar allavega að vita. Hins vegar bólar ekkert á frekari fréttum. Engar fréttir hafa borist um að kjaraviðræður voru settar á ís á meðan beðið er. Það kom á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Félagsdómur á að úrskurða hvort þeir sem hafi bakkalársnám að baki, sem veitti réttindin sem grunnskólakennari, eigi að þiggja sömu laun og þeir grunnskólakennarar sem þurfa meistaragráðu til að kenna. Sitthvor lögin. Það er ætlun stjórnar félags grunnskólakennara að þeir sem hafa þriggja ára nám verði hækkaðir í launum jafnt á við þá sem hafa fimm ára nám.

Háskólanámi þarf að ljúka með ákveðnum fjölda ECTS eininga. Það er töluverður munur á bakkalársnámi annars vegar og meistaragráðu hins vegar. Það er ekki bara fjöldi eininga heldur og hvað einstaklingur getur gert eftir gráðuna. Önnur gráðan veitir rétt til doktorsnáms, hin ekki.

Grunnskólakennara er farið að lengja eftir upplýsingum um mál sem skipta máli, réttindi- og kjarasamningagerð.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband