Á að vera sjálfsagt

Líknadráp eiga að vera sjálfsögð þegar ástand einstaklings eins og lýst er í greininni er. Að lifa með ólæknandi sjúkdóm, miklar kvalir og vonleysi hlýtur að vera hryllingur. Sé læknir tilbúinn að aðstoða fólk á þetta að vera sjálfsagt mál, í öllum ríkjum. Engin skyndiákvöðrun. Alltaf hægt að hætta við þó leyfi sé komið. Fallegur dauðdagi í samstarfi við fjölskyldu.

 


mbl.is Nýtti ný lög til að enda líf sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fólk sem vill drepa sig á oftast ekki í neinum vandræðum með það. Þegar fólk er komið í það hugarástand að það vilji raunverulega drepa sig þá er aðferðin hætt að skipta það máli. Fólk sem innst inni vill ekki drepa sig en er að gefa eftir vegna þrýstings frá ættingjum eða til að auðvelda öðrum lífið þarf einhvern annan til að framkvæma verknaðinn. Ekkert fallegt við það að vera allt að því þvingaður til að taka egin líf.

Vagn (IP-tala skráð) 5.8.2019 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband