Vænisýki

Vænisýkin á sér engin takmörk. Hefði kona í sömu stöðu fengið þessa meðferð hjá mömmunni? Get nánast fullyrt að svo er ekki. Henni hefði ekki dottið í hug að kalla konu í sömu stöðu ,,barnaperra." Er ekki tímabært að fólk noti skynsemina. Mamman ætti að stíga fram og biðjast afsökunar, þetta er engin smá ásökun á hendur manni sem sinnir vinnu sinni í merktum fötum frá fyrirtækinu. 


mbl.is Borinn röngum sökum við störf sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef ég væri sannfærður um að þú værir fyrir utan gluggann hjá mér og strax og ég sofnaði kæmir þú inn og skærir af mér hendurnar þá væri ég vænisjúkur. Vænisýki (ofsóknarbrjálæði) tengist ekkert ímynduðum ógnum gegn öðrum.

Vagn (IP-tala skráð) 19.7.2019 kl. 00:53

2 identicon

Afhverju dugði ekki að hringja á lögregluna hjá þessu fólki? Getur einhver sálfræðingur stigið hér fram og sagt okkur hvaða -og hvort þetta sé einhver fræðileg vísbending sem valdi þessu hjá þessum einstaklingum?

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 19.7.2019 kl. 01:24

3 Smámynd: dh

Og þó svo að hann hefði ekki verið við skyldustörf önnur en þau sem tengdust áhugamáli á ljósmyndun,þá náttúrulega einsog allir vita að ef myndefnið væru falleg börn við leik í sólinni, væri slíkt athæfi meira en lítið grunsamlegt og manninum réttast að vera handtekinn og sendur umsvifalaust í geðrannsókn á viðeigandi stofnun.

Ef hann hefði svo verið að smella myndum af dýraríkinu þá væri nú réttast að senda sérsveit á staðinn!

Alveg með ólíkindum.

dh, 19.7.2019 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband