21.6.2019 | 14:58
Órói innan KÍ
Það dylst engum sem fylgst hefur með umfjöllun um eitt leyfisbréf að mikill órói hefur skapast innan samtakanna. Sitt sýnist hverjum um málið sem afgreitt var með hraði á þinginu. Skammarlegt hve lítinn tíma menntamál þjóðarinnar fá hjá þingmönnum og hvað þá svona miklar breytingar.
Formaður Félags framhaldskólakennara leggur fram sáttatillögu á Vísi í dag.
,,En sá starfshópur sem velst saman og fjallar um væntanleg lög verður að vera hæfur til þess að fjalla málefnalega, faglega og lausnamiðað um framgang málsins. Verði sömu leikmenn inni á þeim velli er ekki að vænta sáttar í málinu. Undirrituð mun stíga til hliðar í þeirri vinnu og fela varaformanni Félags framhaldsskólakennara að halda um taumana fyrir hönd framhaldsskólakennara, með þeirri áskorun að stjórnir annarra aðildarfélaga KÍ geri slíkt hið sama og skipi til verka fólk sem kemur ferskt og ósárt að samningaborðinu."
Tel þetta skynsamlegt þar sem oft hjálpar að hreinsa borðið, málinu til heilla. Innan KÍ starfa skólamálanefndir sem gætu tekið verkefnið að sér.
Grein hennar má lesa hér: https://www.visir.is/g/2019190629746/eitt-leyfisbref-og-framhald-malsins