19.6.2019 | 20:28
Jafnréttisnefnd svíkur kennara
Sú ályktun sem Jafnréttisnefnd KÍ, sem skipuð er konum, sendi frá sér svíkur kennara. Fulltrúar nefndarinnar draga í efa að ég fari með rétt mál í grein sem birtist í Kjarnanum 31. maí. Greinin er um ofbeldi í garð kennara og falskar ásakanir í garð þeirra. Dæmið sem ég tók í næstu grein er úr dönskum skóla og sagt frá í blaðinu Politiken. Þar var um kynferðislega áreitni, upplogna á kennara. Ég nefni það líka að slíkt gerist hér á landi, það er satt. Nefndin hafði ekki fyrir því að hafa samband við mig til að kanna hvort orð mín ættu við rök að styðjast. Slæleg vinnubrögð.
Þegar horft er til hver formaður nefndarinnar er þarf þetta háttarlag ekki að koma á óvart. Minni á framgöngu formannsins á þingi KÍ.
Athugasemdir
Já, Jafnréttisnefnd KI tekur ekki nægjanlega mikið tillit til þess að þú ert ósammála og telur þig ekki þurfa að fara eftir, og ferð ekki eftir, þeirri skoðun formanns að "Umræða um þessi mál er flókin og mikilvægt er að hún einkennist af fagmennsku, heiðarleika og sanngirni. Við þurfum að forðast alhæfingar og óábyrgar ályktanir.“ Því hvað væru þín skrif ef ekki mætti kríta liðugt? Skáld eiga ekki að þurfa að sitja undir svona gagnrýni. Krakkapakkið sem þú ásakar er hvort sem er upp til hópa óforbetranlegur skríll sem ekkert gott á skilið og jafnréttisnefndin er skipuð konum. Já, það skilja þig allir nema Jafnréttisnefnd KI.
Vagn (IP-tala skráð) 19.6.2019 kl. 21:54
Er ekkert ósammála. Hef vitnað til norrænu kennarasamtakanna og frétta sem af þeir bera af slíkum uppákomum. Danska vinnueftirlitið hefur líka gert rannsóknir sem bent er á í skrifum mínum. Auk þess byggi ég skrif mín á frásögnum kenanra. Það er ábyrgðarhluti að skrifa um þetta ef skáldskapur væri og það myndi ég og vonandi enginn gera. Könnun Umhverfsinefndar KÍ meðal grunnskólakennara sýni að við erum ekki betur sett en aðrar þjóðir. Þannig er nú það. Vonandi fáum við góðar rannsóknir á málaflokkunum, löngu tímabært. Við erum langt á eftir nágrannaþjóðum okkar hvað þær rannsóknir varðar.
Helga D Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 19.6.2019 kl. 22:03