19.6.2019 | 11:20
Konur þurfa að taka sig á
Ljóst að konur þurfa að taka sig á vilji þær feta í fótspor karlmanna í þessum geira. Það er val hvers manns að skrifa, kanna hvort hann hafi hæfileika og hæfni til að láta eitthvað frá sér fara.
Karlkyns rithöfundum snúið við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæl Helga. Í bókasöfnum er margt fleira en svonefndar fagurbókmenntir eftir fólk sem velur sér að verða rithöfundar. Líka á Borgarbókasafninu eru bækur um allskyns fræði, og í sumum þessum greinum starfa og stúdera fyrst og fremst karlar, í öðrum kannski fleiri konur. Það myndi nú taka ansi langan tíma að fjölga hámenntuðum konum í sumum fræðum til jafns við karla, og ekki hægt að gefa fyrirmæli til kvenna að fara í þessi fög.
Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 19.6.2019 kl. 13:42
Svo er það nú hitt, þótt konur velji sömu störf og karlar (og öfugt) er ekki endilega víst að viðkomandi vilji feta nákæmlega í fótspor hins kynsins.
Kolbrún Hilmars, 19.6.2019 kl. 14:28
Sælar báðar tvær.
Satt. Miðað við jafnréttisumræðuna virðast konur ekki mega vera ,,slakari" ,,eftir" á nokkrum sviðum. Þess vegna setti ég þetta nú inn.
Já við eigum langt í land að ná karlkyninu á sumum fræðasviðum og sum þeirra vekja ekki áhuga kvenna, allavega ekki margra.
Helga D Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 19.6.2019 kl. 20:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.