27.2.2019 | 08:12
Nýtt frumvarp- tilefni til tálmunar
Forsjárlaus aðili á undir högg að sækja þegar ræða á börn og skilnað. Ráðherra dómsmála hefur nú lagt fram frumvarp sem gerir stöðu þeirra sem tálma betri. Nú geta þeir tálmað og hagnast á því fjárhagslega í leiðinni. Nú þegar beitir lögheimilisforeldri fjárhagstálmunum og ekkert að gert.
Að binda meðlag við umgegni er galin hugmynd og til þess eins að ná sér niður á þeim sem fara ekki með lögheimilið. Margir meðlagsgreiðendur eru í miklum meðlagsskuldum og frumvarp ráðherra um nýtt meðlagsgreiðsluform bætir heldur betur í þann hóp, ef af verður.
Meðlagsgreiðendur er fólk úr öllum stéttum. Í frumvarpinu er lagt til framfærsla barns sé 75 þús. krónur. Fer hækkandi með tekjum. Hver heilvita maður getur reiknað það út að fyrr eða síðar fara tekjulágir einstaklingar í vanskil og gjaldþrot.
Vona að þingmenn séu skynsamari en svo að hleypa þessu í gegnum þingið, algerlega óásættanlegt.
![]() |
Sáttameðferð mikilvæg við skilnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |