Hvað ætlið þið að gera Einar

Réttast væri að skipta þessu liði út. Virðist ekki kunna að skammast sín. Frekleg hækkun og tímabært að stjórnvöld grípi í taumana. Setja á laun starfsmanna ríkisins inn í launatöflu. Þeir eiga hvort að hækka meira né minna en hinn almenni launþegi. Svona hækkanir hleypa ill blóði í launafólk. Hægt að ráð 6 grunnskólakennara með áratuga reynslu í starfi í stað eins Landsbankastjóra.


mbl.is Hækkanir forstjóra „óþolandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Núna er Katrín forsætisráðherra hissa og segir svona gerir maður ekki. Ég tel mér skylt að leiðbeina henni og segja henni að það er þingræði á Íslandi svo hún í sinni stöðu á að láta á það reyna hvort það sé þingmeirihluti fyrir því að stoppa þetta af með lögum og koma svo framvegis í veg fyrir það að svona gerist aftur, gegn vilja þeirra sem fara með vald ríkisins að hækkanir til yfirmanna fyrirtækja í eigu ríkisins ögri hagsmunum íslenska ríkisins með þessum hætti

Baldvin Nielsen 

B.N. (IP-tala skráð) 11.2.2019 kl. 16:52

2 identicon

Bjatsýni að Katrín Jakobsdóttir grípi inn í þetta brjálæði. Hef ekki nokkra trú á þeim stjórnmálaleiðtoga. 

Helga D Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 11.2.2019 kl. 18:59

3 identicon

Ætli hún búi ekki til nefnd svo að nokkrir vildarvinir geti nú fengið pínu auka í vasann..

Halldór (IP-tala skráð) 11.2.2019 kl. 22:10

4 identicon

Það var vitað mál að þegar kjararáð var lagt niður eftir að hafða guggnað trekk í trekk á því að hækka laun forstjóra, bankastjóra og fleiri til samræmis við hækkanir samanburðarhópa að "leiðrétting" væri yfirvofandi. Og á næstu mánuðum munu stjórnir ríkisfyrirtækja og stofnana fá það verkefni að laga til eftir kjararáð.

Síðan eru stórir hópar iðnaðarmanna og háskólagenginna í startholunum með að krefjast leiðréttingar eftir miklar hækkanir lægri launa umfram aðra undanfarin ár. Enda sjá margir háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn að eftir ævistarfið eru þeir með lægri ævitekjur, lægri lífeyriseign, eignaminni og með hærri lán en þeir sem hættu í skóla strax eftir skylduna.

Vagn (IP-tala skráð) 12.2.2019 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband