9.2.2019 | 20:16
Fleiri konur í iðnaðinn
Ljóst er að víða vantar kvenkynið. Mér þykir nauðsynlegt að kynna iðnaðargreinar fyrir stúlkum. Félag kvenna í iðngreinum eru iðnar við kynningu á iðnaðarstörfum. Frábært framtak. Höldum iðngreinum að stúlkum jafnt á við drengjum. Á komandi árum mun þjóðinni vanta iðnmenntað fólk.
![]() |
Veröld vantar fleiri konur í áhrifastöður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég hef aldrei skilið þessa áráttu að það þurfi að vera jafnt kynjahlutfall allstaðar, hvernig væri bara að leyfa fólki að athafast það sem því þóknast, hér á landi hefur fólk jafnan möguleika á tækifærum að mestu leiti en það þýðir ekki að úr verður jöfn útkoma.
Það hefur verið sýnt fram á það að því meira sem jafnréttið er á milli kynjanna og tækifæri fólks því meira fer fólk að gera það sem það hefur áhuga á að gera, í staðin fyrir það sem þarf að gera, og merkilegt nokk þá eykst kynjabilið í hinum ýmsu störfum þar sem er svo mikil "vöntun" á hinu kyninu.
Það er engum greiði gerður með því að koma fólki í stöður sem það hefur ekki áhuga á.
Og því segi ég kvenna vegna, Nei það þarf ekki fleiri konur í iðnað eða áhrifastöður ekkert frekar en þær vilja það.
Halldór (IP-tala skráð) 9.2.2019 kl. 23:36
Auðvitað á ekki að neyða hvorki konur né karla í það sem þau vilja ekki. Hins vegar hefur of lítið verið gert af að kynna iðnaðarstörf. Margir hafa ranga mynd af verksviði og færni iðnaðarmanna. Alltof margir grunnskólanemar halda og ég segi halda því þau vita ekki betur að starf eins og múrari, bifvélavirki, rafvirki sé bara fyrir karla. Með því að kynna störfin af kvenfólki upplifa nemendur að konur geta sinnt þessum störfum.
Sammála þér Halldór hver velur fyrir sig.
Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 10.2.2019 kl. 13:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.